Miðvikudagur, 25. mars 2015
Góðærið grænkar stjórnmálin
Góðærið á Íslandi með fullri atvinnu og hagvexti skapar grænum stjórnmálum skjól til að vaxa. Vinstriflokkarnir hafna olíuvinnslu á Drekasvæðinu sem var tromp í þeirra málflutningi fyrir skemmstu.
Grænu tækifærisstjórnmálin henta ágætlega í stjórnarandstöðu þegar sýna þarf á sér hugsjónahliðina.
Afneitun Vinstri grænna á olíuvinnslu á Drekasvæðinu endist kannski fram yfir einar kosningar, svon líkt og afneitun þeirra á inngöngu í Evrópusambandið.
VG vill líka hverfa frá olíuáformum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.