Sunnudagur, 22. mars 2015
Samfylkingin er smartland stjórnmálanna
Samfylkingin efndi til formannskosninga sem enginn veit hvað snerust um, utan hvað að tveir einstaklingar voru í framboði. Samt er heilmikið rifst um kosninguna, en engin pólitísk málefni koma þar nærri - aðeins persónur og karp um form.
Vilhjálmur Birgirsson verkalýðsforkólfur spyr hvers vegna Samfylkingin ályktaði ekki um stuðning kjarabaráttu þeirra sem minnst bera úr býtum. Björn Bjarnason rekur hvernig ESB-mál Samfylkingar, já, málið eina, er orðið að tísti um þjóðaratkvæði. Jónas Kristjánsson segir Samfylkinguna félag millistéttarfólks með lífsstílsvanda.
Landsfundur Samfylkingar var hátíð hégómans.
Vængjaðir flokkar taka oft flugið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég spyr svipað og Vilhjálmur Birgisson, var ekkert annað þarfara að rifrildis-ræða um, en óútskýrt og órökstutt fjaðrafok eins stjórnmálaflokks?
Gerir fólk sér virkilega ekki almennt grein fyrir hvað allsherjarverkfall mun í raun þýða fyrir verkafólk og fyrirtæki á Íslandi?
Fólk og fyrirtæki þurfa að treysta á framfærslu launaðrar verkafólksvinnu og fyrirtækjaafkomu, til að halda öllum sínum okurþjónustuskylduðu opinberu greiðslum í skilum, og heimilum/fyrirtækjum sínum gangandi!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.3.2015 kl. 00:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.