Samfylkingin er smartland stjórnmálanna

Samfylkingin efndi til formannskosninga sem enginn veit hvað snerust um, utan hvað að tveir einstaklingar voru í framboði. Samt er heilmikið rifst um kosninguna, en engin pólitísk málefni koma þar nærri - aðeins persónur og karp um form.

Vilhjálmur Birgirsson verkalýðsforkólfur spyr hvers vegna Samfylkingin ályktaði ekki um stuðning kjarabaráttu þeirra sem minnst bera úr býtum. Björn Bjarnason rekur hvernig ESB-mál Samfylkingar, já, málið eina, er orðið að tísti um þjóðaratkvæði. Jónas Kristjánsson segir Samfylkinguna félag millistéttarfólks með lífsstílsvanda.

Landsfundur Samfylkingar var hátíð hégómans.


mbl.is „Vængjaðir flokkar taka oft flugið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég spyr svipað og Vilhjálmur Birgisson, var ekkert annað þarfara að rifrildis-ræða um, en óútskýrt og órökstutt fjaðrafok eins stjórnmálaflokks?

Gerir fólk sér virkilega ekki almennt grein fyrir hvað allsherjarverkfall mun í raun þýða fyrir verkafólk og fyrirtæki á Íslandi?

Fólk og fyrirtæki þurfa að treysta á framfærslu launaðrar verkafólksvinnu og fyrirtækjaafkomu, til að halda öllum sínum okurþjónustuskylduðu opinberu greiðslum í skilum, og heimilum/fyrirtækjum sínum gangandi!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.3.2015 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband