Sunnudagur, 22. mars 2015
Rasismaorðræðan veitir skálkaskjól; fjölmenning er ómenning
Múslímskir karlmenn nauðguðu og misnotuðu enskar hvítar stúlkur í Rotherham í áravís. Enginn þorði að uppræta glæpina af ótta við að vera sakaður um rasisma.
Í nafni fjölmenningar voru innflytjendur hvattir til aðlagast ekki vestrænum samfélögum. Afleiðingin er rædd i annarri frétt á mbl.is
Bent er á að margir innflytjendur lifi einangraðir í eigin hverfum, menningarlegum afkimum þar sem margs konar þröngsýni og afturhald ráði ríkjum. Vestræn gildi eins og jafnrétti kynjanna og tjáningarfrelsi séu þar hunsuð.
Í Bretlandi og Frakklandi er vaxandi óánægja með yfirgang minnihlutasjónarmiða gagnvart gildum sem þessar þjóðir byggja á. Stjórnmálaflokkar sem einu sinni voru á jaðrinum, UKIP í Bretlandi og Front National í Frakklandi, eru talsmenn vestrænna gilda sem orðið hafa útundan i samkeppni stóru flokkanna að þóknast minnihlutasjónarmiðum.
Breytt landslag í frönskum stjórnmálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það hafa nú fleiri en múslimskir karlmenn misnotað hvítar enskar stúlkur. Til dæmis hvítir enskir karlmenn.
Þorsteinn Siglaugsson, 22.3.2015 kl. 12:07
Sérkennileg athugasemd Þorsteins ......
Heimir Lárusson Fjeldsted, 22.3.2015 kl. 12:53
Heimir, hvað finnst þér sérkennilegt við athugasemd Þorsteins?
Wilhelm Emilsson, 22.3.2015 kl. 22:46
Þegar menn flytja til framandi landa, og taka til við að misnota innfæddar stúlkur, er nokkuð ljóst að þeir eru ekki að aðlagast á neinn hátt.
Ef einhver býður manni inná heimili sitt ótímabundið í góðgerðarskyni, reiknar hann síst af öllu með því að hann fara að misnota kvenfólkið á heimili. En fari svo, er að sjálfsögðu ekkert annað í stöðunni en að reka gestinn umsvifalaust úr húsi og vel það !
Loncexter, 23.3.2015 kl. 19:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.