Beint lýðræði Samfylkingar veldur ófriði

Framboð Sigríðar Ingibjargar til formennsku í Samfylkingunni var beint lýðræði sem nokkuð er í tísku nú um stundir.

Ekki síst er samfylkingarfólk margmálugt um beina lýðræðið og kosti þess.

En núna þegar beina lýðræðið er virkjað þá er hver höndin upp á móti annarri í flokknum. Skyldi ætla að samfylkingarliðar kættust fremur en rifust þegar beint lýðræði er framkvæmt.


mbl.is Framboðið var misráðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ingibjörg segir: "...að lýðræðið sé fyrst og fremst form en ekki ferli sem bygg­ist á umræðu."

Ég tek undir þetta hjá henni. Glufa var nýtt til að bregða út af hefð hjá flokknum um formannskjör. Tilgangurinn var að safna liði í fámennum hóp til að fella sitjandi formann. Fyrirvarinn var nánast enginn og Árni Páll gat því ekki undirbúið sig og sitt fólk, líkt og Sigríður Ingibjörg hefur eflaust gert. 

Þetta er bjagað lýðræði.

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.3.2015 kl. 00:49

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Tilvitnunin átti að vera: "mér finnst það mjög miður ef það er orðin viðtek­in skoðun í Sam­fylk­ing­unni að lýðræðið sé fyrst og fremst form en ekki ferli sem bygg­ist á umræðu"

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.3.2015 kl. 00:51

3 Smámynd: Sandy

Það kemur á óvart hvernig staðið var að formannskjöri Samfylkingarinnar, svo ekki sé meira sagt. Eg hefði trúað þessari framkomu upp á marga aðra innan raða Samfylkingarinnar en þessari konu,þessi framkoma minnir t.d. meira á fyrrverandi formann. Með þessari framkomu hafa þeir útilokað alla flokksbundna Samfylkingarmenn að hafa eitthvað um það að segja hverjum þeir treysta til að leiða flokkinn.

Sandy, 22.3.2015 kl. 08:33

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

HHG um Sigríði: "Ég sat með Sigríði Ingibjörgu í bankaráði Seðlabankans, og urðu þau kynni ekki til að auka álit mitt á henni. Ýmsir aðrir fulltrúar vinstri flokkanna þar voru hinir mætustu, til dæmis Ragnar Arnalds og Jón Þór Sturluson ..."

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.3.2015 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband