Laugardagur, 21. mars 2015
Vonda fólkið í Samfylkingunni
Í Alþýðubandalaginu var á sínum tíma metingur um hvor hópurinn væri verri í pólitískum undirmálum og svikum sá sem fylgdi Ólafi Ragnari Grímssyni að málum eða hinn sem merktur var Svavari Gestssyni. Við stofnun Samfylkingar fór Alþýðubandalag Ólafs Ragnars í Samfylkinguna en bandalag Svavars í Vg.
Flokksstarf Vinstri grænna er ein samfelld kærleikshátíð í samanburði við hjaðningavígin í Samfylkingunni.
Eftir atburði gærdagsins, þegar sitjandi formaður fær ekki helming atkvæðanna á fámennum landsfundi, eftir atlögu vonda fólksins, er hvorki formaður né flokkur til stórræðanna.
Sá hópur innan Samfylkingar, sem fyrstur áttar sig á að flokkurinn er kominn á endastöð, á mesta möguleikann á framhaldslífi.
Samfylkingin ýtti á sjálfseyðingarhnappinn í gær og aðgerðin verður ekki afturkölluð. Eina álitamálið er hvort flokkurinn leysist upp í óreiðu eða að skipulega verði gengið frá flokknum með því að sameina hann öðrum á vinstri væng stjórnmálanna.
Hængurinn er sá að enginn vill vonda fólkið í Samfylkingunni.
Sigríður í raun sigurvegarinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.