Föstudagur, 20. mars 2015
Árni Páll lamaður í kosningum
Árni Páll er formaður Samfylkingar með einu atkvæði. Hann fær langt nef frá helmingi flokksfélaga sinna og talinn af þeim síðri kostur en Sigríður Ingibjörg.
Árni Páll mun launa traustið sem hann fékk frá landsfundi Samfylkingar 2015.
Og beita sér fyrir því að flokkurinn verði lagður niður með sameiningu við Bjarta framtíð.
Munaði bara einu atkvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er þetta ekki jafnaðarflokkur með réttu.
Helga Kristjánsdóttir, 20.3.2015 kl. 22:50
?
Helga Kristjánsdóttir, 20.3.2015 kl. 23:00
Her er klukkutima fyrirlestur Evrókratans Francois Heisbourg um söguna, astandið og framtíðina. Federalisti og evrópusinni fram í fingurgóma en raunsær, sem er sjaldgæfur kostur í samhenginu.
skora á andstæðinga jafnt sem evrópusinna að gefa sér tíma til að hlusta á hann til enda. Spilin eru á borðinu.
http://youtu.be/RV_r7qVcIVA
Jón Steinar Ragnarsson, 21.3.2015 kl. 00:13
Thomas Piketty talar um skrímsli og Francois Heisbourg talar um martröð en ESB-sinnar sjá fyrir sér fyrirheitna landið í ESB. Þarf ekki einhver að fá sér ný gleraugu.
Ragnhildur Kolka, 21.3.2015 kl. 09:52
Sumir ESB sinnar eru að byrja að viðurkenna óhroðann í Brussel og sjá ljósið. Sjáið þið Jón Baldvin þann reynslubolta sem er nú hættur að mæra ESB aðild. Hann var líka einna fyrstur úr sveit vinstri manna á Íslandi til að sjá í gegn um Sovétið og hörmungar þess, hann fékk líka skömm fyrir þá !
Nú fær hann aftur skömm fyrir hjá miðstjórnarmönnum Brussels eins og liðsmönnum Moskvu hér áður!
Gunnlaugur I., 22.3.2015 kl. 22:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.