ESB beitir Íslandi ofríki

Evrópusambandið læsti klónum í Ísland með umboðslausu og vanhugsuðu aðildarumsókn vinstristjórnar Jóhönnu Sig. sumarið 2009.

Evrópusambandið þykist hafa heimild til að halda Íslandi sem umsóknarríki þrátt fyrir skýr og ótvíræð skilaboð ríkisstjórnar Íslands um að landið sé hætt við ESB-ferlið.

Með því að halda Íslandi sem umsóknarríki þvert á yfirlýstan vilja íslenskra stjórnvalda sýnir Evrópusambandið fullvalda þjóð yfirgang.


mbl.is Ísland enn á lista yfir umsóknarríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Þegar ég las þessa grein Páll, þá gat ég ekki varist því að brosa út í bæði munnvik, þvílíkt var skemmtanagildi greinarinar. Þú áttar þig alveg á því að því fleiri sem tjá sig um "bréfið" því fleiri álit færðu, þó skal viðurkennast að mörg álit eins og frá forseta alþingis, sem og formanni utanríkismálanefndar segja nokkurn vegin það sama, að "bréfið" innihaldi einungis það að ríkisstjórnin sé að skerpa á því viðhorfi að viðræður séu stopp, ekkert nýtt þar!!!

Jónas Ómar Snorrason, 18.3.2015 kl. 19:31

2 Smámynd: Rödd skynseminnar

Ekkert mál að komast af þessum lista, þarf bara að draga umsóknina formlega tilbaka.

Rödd skynseminnar, 18.3.2015 kl. 19:58

3 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Það var þá skynsemdar röddin, eða hitt þá heldur!!

Jónas Ómar Snorrason, 18.3.2015 kl. 20:20

4 Smámynd: Örn Johnson

Páll, datt þér í eina mínútu í hug að ESB yrði ánægt með að við viljum ekki þeirra stjórn? ESB reynir allt sem það getur til þess að veikja löglega kosna ríkisstjórn Íslands og munu ekkert gefa eftir í því sambandi á næstunni. Við erum mjög berskjölduð fyrir þessum einhliða áróðri þeirra.

Örn Johnson, 18.3.2015 kl. 21:31

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Held að ESB sé nærri nákvæmlega sama hvort við göngum þar inn eða ekki. Við erum 320 þúsund manns. Nú þegar eru á 700 milljónir í ESB. Lönd greiða yfirleitt til ESB eftir fjölda íbúa og þjóðarframleiðslu og okkar er nú með þeirr minnstu í Evrópu eðlilega þar sem við erum svo fá.

En með bréfið hans Gunna þá segir hvergi í því formlega að við séu að draga umsóknina til baka. Það voru gerðir samningar um aðildarviðræður og þeim er ekki slitið með einhverju bréfi frá einum ráðherra! Það þarf að koma formleg og lögformlega rétt tilkynning frá Alþingi í formi þingsályktunar sem ráðherra kemur síðar til skila.

En þangað til eru ESB starfsmenn örugglega fegnir að hafa eitthvað til að hlæja að á kaffistofunni. Þ.e. bréf sem engin skilur á sama hátt og útskýringar utanríkisráðherra. Og svo lætin hér heima.

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.3.2015 kl. 23:26

6 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Mér hefði komið verulega á óvart ef ESB væri þegar búið að taka okkur út af listanum sem umsóknarríki, enda á ráðherráð ESB eftir að taka bréf ríkisstjórnar Íslands til formlegrar umfjöllunar. Það kom fram í fyrradag í svari utanríkisráðherra Lettlands (við fyrirspurn) en Lettar eru í forsvari fyrir ESB eins og kunnugt er.

Ekki er við öðru að búast en menn þar á bæ kunni e-ð fyrir sér í refskák eða hneftafli sem er skylt manntafli og er herkænskuleikur. Þar skal beita kænsku og framtíðar sýn ekki síst í manntaflinu sem við Ílendingar þekkjum svo vel.

ESB fer auðvitað ekki að tefla hraðskák í þess máli enda enginn sem ætlast til þess, eða hvað? 

Stjórnarandstaðan leikur auvitað bara afleiki á meðan í anda fyrri ríkistjórnar sem mest allan tímann var upptekin við að blekkja bæði sjálfa sig og þjóðina að fram færu samningaviðræður (negotiation), eins og giltu þegar ríkisstjórn Norðmanna sótti um en ekki aðlögunarviðræður (accession negotiation) er nú gilda  hjá ESB og því ekkert um að semja nema í besta falli gálgafresti eins og alþjóð er vonandi hægt en bítandi að átta sig á.

Ríkisstjórnin þarf svo að tefla e-ð áfram nauðug viljug aðallega við vængbrotna samfylkingu.  

Sá er vinnur skák leikur næst síðasta afleiknum og það verður ríkisstjórn Íslnds. 

 

Daníel Sigurðsson, 19.3.2015 kl. 01:08

7 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Hugsanlega er GBS að þjónka vinnuveitanda sínum honum Þórólfi, skagfirska ofurmenninu:)sem sölsað hefur undir sig kjarna Íslands. En þessi aumingjans sjoppustrákur ber sig nú ekki vel, verður að segja. Fólk verður að átta sig á því, að þegar svona kaunar eru úti í horni eins og GBS er, þá eru þeir til alls trúandi, jafnvel að afhenda sendibréf. Síðan mætir þessi sami maður, GBS í Kastljós þátt, úttútnaður af öryggisleysi, því ekki er víst að hans samviska leyfi honum slíka hugsun, sem Don Þórólfur leyfir sér. Don Þórólfur höndlaði m.a. innistæður Samvinnutryggina, hvað um 40 miljarða, hvar enduðu þeir miljarðar, money heaven ekki satt. Er möguleyki að þessum miljörðum hafi hreinlega verið stolið??? Hver veit???

Jónas Ómar Snorrason, 19.3.2015 kl. 02:06

8 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Kannski að Palli viti þetta og upplýsi okkur hin, hann er alla vega blaðamaður, mögulega rannsóknarblaðamaður. Alla vega veit hann allt, sem aðrir vita ekki, og öfugt kannski.

Jónas Ómar Snorrason, 19.3.2015 kl. 02:12

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er augljóst á Moggablogginu að Já-Ísland hefur móbiliserast um að drekkja kommentakerfum í áróðri sinum. Samstillt átak og ansi gegnsætt.

Var sendur út fjölpóstur strákar?

Jón Steinar Ragnarsson, 19.3.2015 kl. 04:13

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér er smá námskeið um evrópumálin frá Bloomberg.

http://youtu.be/C8xAXJx9WJ8

Jón Steinar Ragnarsson, 19.3.2015 kl. 04:57

11 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Mér finnst þetta líka vera svo augljóst Jón Steinar, eiginlega bara svo augljóst að ég er mest hissa á því að þú hafir komið auga á það.

Jónas Ómar Snorrason, 19.3.2015 kl. 10:37

12 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Þetta er ekki rétt Jónas um Kastljósþáttinn, þar sem Gunnar Bragi var öryggið uppmálað. Þótt taktinum;tala oni,ann,væri beitt af álíka offorsi og venja er á þessum vettvangi. Utanríkisráðherra hreif margan manninn,sem lætur sér fátt um finnast hvar menn eru fæddir eða hafa slitið barnsskónum.Enda tilheyrir utanríkisráðherra þeim Íslendingum sem styðja hann í hinni nýju sjálfstæðisbaráttu. 

Helga Kristjánsdóttir, 19.3.2015 kl. 13:21

13 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Áhugi ESB á að halda Íslandi inni er greinilega meiri en áhugi Íslands á að hanga þarna inni.

Eggert Sigurbergsson, 19.3.2015 kl. 13:29

14 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Á hverju byggir þú það Loki?

Helga Kristjánsdóttir, 19.3.2015 kl. 17:18

15 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hver er raunveruleikinn?

Eitthvað var rætt um utanríkismál í dag á alþingi. Veit ekki hvort nokkur sem ræddi um þau mál, mundi enn þann dag í dag eftir því að sett voru hryðjuverkalög á Ísland fyrir nokkrum árum síðan.

Regluverka-lekar EES/ESB-bankamafíunnar NATO-vernduðu, gerðu Íslandsbúum kleyft að láta fjármálaeftirlitslausa bankaræningja ræna sig heimilum sínum og fleiru.

Regluverkið "frábæra" virkaði ekki! Og Breta/Hollands-fjármálaeftirlitið átti að líta eftir sumum bönkum á Íslandi?

Ja, mikið hefur Ísland "hagnast" á EES-samningnum?

Þjóðargjaldþrot og fjöldabankarán með aðstoð sýslumanna og lögmanna!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.3.2015 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband