Þriðjudagur, 17. mars 2015
Frekar huglaus en heimskur, Einar Kárason
Einar Kárason rithöfundur segir andstæðinga ESB-aðildar Íslands huglausa. Rök Einars eru eftirfarandi:
Ég vil ekki gera lítið úr andstæðingum Evrópusambandsins, en mér finnst að viðhorf þeirra beri keim af hugleysi. Að þeir þori ekki að klára samningaviðræðurnar og þannig þurfa að horfast í augu við það hvaða kostir gætu boðist okkur,...
Einar veit ekki hvernig ESB veitir ríkjum inngöngu og ímyndar sér að það sé á grunni samningaviðræðna. Svo er ekki. ESB tekur aðeins á móti ríkjum sem eru búin að aðlaga lög sín og regluverk að laga- og reglugerðasafni ESB, sem kallast acquis. Þetta heitir aðlögun og er útskýrð af ESB með þessum orðum:
Candidate countries* have to accept the acquis before they can join the EU and make EU law part of their own national legislation. Adoption and implementation of the acquis are the basis of the accession negotiations*.
(Umsóknarríki verða að samþykkja lög og reglur ESB áður en þau verða aðilar og gera lög ESB að sinni þjóðarlöggjöf. Aðlögun og innleiðing laga- og reglugerða ESB er grundvöllur aðlögunarviðræðna.)
Það er ekki hægt að ,,klára samningaviðræður" nema að hafa áður innleitt í íslensk lög og reglugerðir laga- og regluverk ESB. Það er ekki hægt að sjá ,,hvaða kostir gætu boðist okkur" í óskuldbindandi samningaviðræðum. Þannig gerast ekki kaupin á eyrinni, Einar Kárason.
Athugasemdir
Það er alveg borin von að þetta fólk skilji hvað þetta inniber, enda flestir úr 101 Reykjavík og halda að fiskurinn komin bara syndandi inn á diska landsmanna.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.3.2015 kl. 17:27
Það er vissulega rétt að andsinnar eru ragmenni en jafnframt er heimssýnarsöfnuðurinn líkt og pólitískur amishtrúsöfnuður.
Þeir eru á móti nútímanum og því að ríki nýti sér bestu tækni pólitískt.
Það góða við fíflalæti framsóknar- og sjallamanna síðustu daga er hve þeir hafa afhjúpað sig algjörlega sem málefna- og innihaldslaust ofsa- og öfgamenni.
Það er ekkert skrítið að fólk flýi land undan harneskju og hrottaskap andsinna. Mjög skiljanlegt að yngra fólk flýi til Norðurlanda þar sem öll réttindi einstaklinga eru miklu mun betri en hér undir ógnastjórn framsjalla og þjóðbelginga þar sem sérhagsmunaklíkur og auðmenn halda um alla tauma og ræna almúgann uppá dag hvern undir fagnaðar- og skrílslátum þjóðbelginga og hægrimanna.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.3.2015 kl. 17:41
Ómar þú ert alltaf svo duglegur vinur að taka Selfie,eins og krakkarnir á facebook.
Helga Kristjánsdóttir, 17.3.2015 kl. 18:06
Framsjallahægri-þjóðbelginga-heimsýnarstjórnin: Pereat!
Burt með ykkur framsjallar, gjörspilltir, seylist svoleiðis með framsjallakrumlunum í fjármuni almennings til að setja undir eign framsjalla- og elíturass.
Skammist ykkar!
Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.3.2015 kl. 18:23
Ómar Bjarki, stundum skammast ég mín fyrir að vera Austfirðingur þegar ég les skrifin þín!
Kolbrún Hilmars, 17.3.2015 kl. 19:17
Ertu að meina að Ómar Bjarki sé ekki strámaður?
Steinarr Kr. , 17.3.2015 kl. 20:48
Ómar Bjarki er raunverulegur austfirskur bóndi, býr svolítið afskekkt að vísu, en er sannur Bjartur í Sumarhúsum í sinni sveit - með öfugum formerkjum þó miðað við skoðanir og skrif. Hvort einhver er að misnota nafn hans - tja, sá væri þá sannkallaður strámaður!
Kolbrún Hilmars, 17.3.2015 kl. 21:12
Ég segi nú eins og Steinarr - er hann real life?
Ragnhildur Kolka, 17.3.2015 kl. 21:21
Páll Vilhjálmsson, þú sem hefur kynnt þér málið til hlítar, hvaða "acquis" eru það sem eru svona hættuleg, sem þú óttast að Ísland myndi innleiða, ef aðildarviðræðum yrði fram haldið?
Rödd skynseminnar, 17.3.2015 kl. 22:01
Ásthildur, ég er 101-búi. Ég er fortakslaus ESB-andstæðingur. Hefur þetta eitthvað með póstnúmer að gera?
Vésteinn Valgarðsson, 17.3.2015 kl. 23:31
Vésteinn ég bíst við að ÁSthildur sé komin um borð í skip í Barselóna,ekki víst að hún nái hingað nú.Ætla að vera smá framhleypin,gott að vita þig andstæðing ESB.Þetta 101,hefur gengið hér á netinu,sem ehv.lattelepjandi lið,í andsvari vegna landsbyggða,slettirekur!? Ofrv.En við erum samt merkileg fyrir okkar hatt.Þannig ert þú í göfugu ættinni hennar Láru vinkonu og lækninum hennar mömmu,mb.kv.
Helga Kristjánsdóttir, 18.3.2015 kl. 00:46
Klárlega hefur Einar Kárason ekki þekkingu á aðildarferlinu enda skáldar hann bara í eyðurnar, kemur ekki á óvart enda hefur maðurinn atvinnu af því að skálda upp eitthvað sem er ekki til.
Eggert Sigurbergsson, 18.3.2015 kl. 00:58
Flottur pistill hjá Páli. Lærði sem barn þegar ég bar út bæði Morgunblaðið og Þjóðviljann að það er mikilvægt að kynna sér ólík sjónarmið.En mér óskiljanlegt, þá vilja hörðustu fylgismenn ESB aðildar lesa aldrei annað sjónarmið en sína hlið. Ásthildur veit að þarna varstu aðeins fljótfær því 101 klisjan er skáldskapur og á uppruna sinn hjá rithöfundinum Hallgrími Helgasyni. Þar sem þú ert ísfirðingur þá eru nokkrir ísfirðingar vinir mínir blindaðir og heyrnarlausir af ESB hrifningu og hafa engan áhuga á að kynna sér aðra hlið málsins. Þau búa reyndar í Reykjavík.
Sólbjörg, 18.3.2015 kl. 07:34
Vésteinn minn, þetta er svona eins og dreyfbýlistúttur, þetta er ekki endilega póstfangið heldur er verið að tala um að fólk þekki ekki aðstæður. Eins og sjávarútveginn til dæmis, þetta fólk sem vill fara þarna inn, telur það skipta meira máli að taka upp evruna og komast undir annað vald þó það muni kosta okkur að sjávarútvegmkálin færist undir vald í Brussel. Þetta fólk hefur ekki hugmynd um hvað það er að mótmæla margir hverjir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.3.2015 kl. 10:45
Ásthildur, ég veit hvað er meint þegar fólk talar um "101-lið". Það er bara ekki uppbyggilegt tal. Það býr alls konar fólk í póstnúmerinu mínu. Auðvaldið er ekki í neinum meirihluta hér. En það býr líka alls konar fólk utan Reykjavíkur eða höfuðborgarsvæðisins. Aðalatriðið er ekki hvar á landinu fólk býr heldur hvaða hagsmunum það þjónar, í hvaða stétt það er. Það er að marka það. Það er ekki að marka búsetuna.
Vésteinn Valgarðsson, 18.3.2015 kl. 12:30
Ég tók nú bara svona til orða. Þú veist vel að þetta er ekki meint bókstaflega. Nema í því samhengi að fólk sem býr í Reykjavík er komið frekar langt frá uppruna sínum og hvaðan framfærslan kemur. Margir halda að hagvöxturinn verði til við að kaupa og selja í stórmörkuðum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.3.2015 kl. 12:39
Það er bara ekki rétt að segja að "fólk í Reykjavík" sé komið "frekar langt frá uppruna sínum". Eins og ég sagði er fólk í Reykjavík af öllu tagi, eins og annað fólk, og þess vegna allur gangur á því hvort það er komið langt eða stutt frá uppruna sínum - eins og á við um annað fólk líka. Þetta tal er ekki til framdráttar.
Vésteinn Valgarðsson, 18.3.2015 kl. 12:50
Eithvað er Páli illa við sannleykann. Staðreyndin er samt þessi, það tekur ríki mislangan tíma að ná samningum við ESB, og til hvers eru þá ESB og viðkomandi ríki yfir höfuð að efna til samninga, nema vegna þess að misjafnar aðstæður eru í hverju ríki fyrir sig ekki satt. Um hvað kaus Króatía 2013, nema um samning milli þeirra og ESB, var ekki mikill munur, samt vildu fleiri ganga í ESB en þeir sem voru á móti. Við hvað eru NEI sinnar hræddir, og vilja einungis bjóða upp á einn möguleyka, sem er að vilja fara í ESB eða ekki. Hvaða vit er í slíkri spurningu???
Jónas Ómar Snorrason, 18.3.2015 kl. 15:52
Hver er meiningin með einhliða spurningu, sem ekki eru endanleg svör við? Það er nákvæmlega þessi afstaða sem fær mann til þess að vera enn staðfastari í þeirri sannfæringu, að undirliggji eithvað annað en því sem fram er haldið. Hverjum er Páll að hossa, er það sérhagsmunir eða hvað???
Jónas Ómar Snorrason, 18.3.2015 kl. 16:53
Nei sinnar vita hvað aðildarviðræður þýða. Þær eru ekki þannig "planaðar" að koma saman einhverjum samningi heldur aðlögun, skref fyrir skref, og ef þessum aðildarviðræðum lýkur með samningi þá er aðlögun lokið.
Króatar eru einmitt gott dæmi, síðasta aðildarríkið. Aðeins 40% kjósenda nenntu á kjörstað til þess að kjósa um eitthvað sem var þegar framkvæmt.
Svisslendingar fengu þó að kjósa í upphafi - og hvar er umsókn þeirra í dag?
Kolbrún Hilmars, 18.3.2015 kl. 17:45
Kolbrún, eiga þá Króatar engan umboðsmann ógreiddra atkvæða eins og íslendingar? Vertu ekki með svona þvælu, fer þér ekki!!!
Jónas Ómar Snorrason, 18.3.2015 kl. 19:37
Þetta er alveg rétt sem Kolbrún segir, þetta eru aðlögunarviðræður en ekki samningsviðræður, stór munur þar á. Hver kafli var opnaður og þegar búið var að semja um hann var honum lokað. En kaflarnir um sjávarútvegi og landbúnað voru ekki opnaðir af hálfu ESB, því íslendingar vildu ekki og gátu ekki afsalað sér yfirráðum til Brussel, stjórnarskráin verndar það. Þess vegna fór aðlögunin í bið. Það var ekkert meira hægt að gera. Meira að segja Steingrímur gerði sér ferð til Brussel til að fá þessa kafla, en fékk ekki.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.3.2015 kl. 13:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.