Þriðjudagur, 17. mars 2015
Samfylking hættir að ræða ESB-mál
Landsfundur Samfylkingar um helgina er ekki með einn dagskrárlið fyrir umræðu um Evrópumál. Stefnumál flokksins eru rædd í sex málstofum í tvo daga. Ekki ein málstofa fjallar um utanríkismál, hvað þá ESB.
Málstofunar sex eru samkvæmt dagskrá: 1. sveitarstjórnarpóitík, 2. ungir jafnaðarmenn, 3. 60 plús, 4. húsnæðismál 5. kvennahreyfingin og 6. græna netið.
Þegar eini ESB-flokkur landsins nennir ekki lengur að ræða Evrópumál er dálítið bratt að krefjast þess að ESB-umsóknin gildi áfram. Er það ekki?
Engar nýjar upplýsingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Páll, það er nauðsynlegt að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB. Annars munu vinstrimenn gera það með alræmdum aðferðum sínum. Muna þarf þjóðlagaráðið í þessu sambandi. Spurningarnar eru einfaldar:
1. Viltu ganga í ESB?
2. Viltu heimila að ESB fari með yfirráð yfir fiskveiðilögsögunni?
3. Viltu heimila að ESB fari með yfirráð yfir og semji um sameiginlega fiskistofna fyrir Íslands hönd?
Einar Sveinn Hálfdánarson, 17.3.2015 kl. 16:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.