Þjóðaratkvæði um ESB myndi ógilda alþingiskosningar

Þingræði er að framkvæmdavaldið fylgi stefnu meirihluta alþingis. Ekki sjaldnar en á fjögurra ára fresti kýs þjóðin til alþingis.

Krafa um þjóðaratkvæði vegna ESB-umsóknar núna myndi ógilda niðurstöðu síðustu alþingiskosninga þar sem þjóðin kaus sér meirihluta sem er mótfallinn aðild Íslands að Evrópusambandinu. Með afturköllun ESB-umsóknar er framkvæmdavaldið að framfylgja úrslitum síðustu þingkosninga.

Þjóðaratkvæðagreiðsla sem beindist gegn skýrum niðurstöðum alþingiskosninga væri beinlínis tilræði við stjórnskipun landsins.


mbl.is Dauðadæmt án pólitísks vilja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það voru gerðar litlar 15 atrennur til þess að koma þessu máli til þjóðaratkvæða á sínum tima.

hér er ágæt samantekt um það sem sýnir einnig hve mjótt var á munum að lýðræðið fengi að ráða.

http://ast.blog.is/blog/ast/entry/1358233/

menn geta svo spurt sig af hverju kosið var að hafa þetta í formi þingsályktunnar en ekki laga. Munurinn á þessu tvennu er að lög þurfa samþykki forseta en ályktanir ekki.

ef málið hefði farið fyrir forseta voru miklar líkur á því miðað við 80% andstöðu þjóðarinnar þá að forsetinn hefði hafnað undirskrift og send malið í dóm þjóðarinnar. Niðurstaða þeirrar atkvæðagreiðslu var svo hropandi augljós að ekki mátti fyrir nokkurn mun láta það gerast.

Þannig má segja að verklagi þingræðisims hafi verið beitt gegn lýðræðinu með slægð og óheiðarleika.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.3.2015 kl. 21:16

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þessi klisja gegn þjóðaratkvæðagreiðslum hefur verið notuð stanslaust um öll pólitísk málefni frá lýðveldisstofnun. Einu atkvæðagreiðslurnar voru þó þær þrjár, sem forsetinn vísaði til þjóðarinnar, og engin þeirra reyndist ígildi alþingiskosninga, því að engin þeirra haggaði þáverandi stjórnum.  

Ómar Ragnarsson, 16.3.2015 kl. 22:41

3 Smámynd: Rödd skynseminnar

Furðulegur málflutningur. Það lá alls ekki fyrir að allir þingmenn núverandi meirihluta væru alfarið á móti áframhaldandi aðildarviðræðum enda lögðu BÁÐIR formenn núverandi ríkisstjórnarflokka á það ÁHERSLU í allri sinni kosningabaráttu að það væri EKKI verið að kjósa um ESB-málið í Alþingiskosningum.

Þannig vildu flokkarnir ná atkvæðum þeirra sem væru fylgjandi aðildarviðræðum. Þesir kjósendur voru svi illa svikinr eftir kosningar.

Það er kjánalegt að reyna að endurskrifa söguna tveimur árum eftir kosningar, þegar söguna má lesa í fréttum og greinaskrifum frá þeim tíma.

Rödd skynseminnar, 17.3.2015 kl. 09:04

4 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Mesti þjófnaður frá landnámi var þegar Steingrímur J stal atkvæðum af þúsundum Íslendinga undir því fororði að VG mundi standa gegn því að sótt yrði um aðild að ESB enda var það í fullu samræmi við stefnuskrá og ályktanir flokksins. Sjá hér: https://www.youtube.com/watch?v=AIBuEnFQ6ac

Atli Gíslason þingmaður VG sannreyndi að samkomulag var á milli forystumanna VG og Samfylkingarinnar um að sækja um aðild að ESB áður en kosið var og sannast því að Steingrímur J laug blákalt að þjóðinni  degi fyrir kosningar. „Ég hef nú sannreynt að fyrir kosningarnar vorið 2009 hafi verið ákveðið í þröngum hópi forystu VG og Samfylkingarinnar, næðu flokkarnir þingmeirihluta, að sækja um aðild að ESB og samþykkja Icesave, skilgetið afkvæmi ESB–umsóknarinnar. Sannleikanum var haldið frá mér og ótal fleirum í aðdraganda kosninganna. Ég var afvegaleiddur og afvegaleiddi kjósendur í Suðurkjördæmi. Ég harma það og biðst afsökunar." Sjá hér: http://www.dv.is/frettir/2011/11/7/atli-gislason-eg-afvegaleiddi-kjosendur/

Eggert Sigurbergsson, 17.3.2015 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband