Samfylkingin fær erlenda krata til íhlutunar í íslensk málefni

Evrópusambandið vílar ekki fyrir sér íhlutun í innanríkismáli fullvalda ríkja og nægir þar að nefna Úkraínu þar sem ESB fjármagnaði hópa sem steyptu löglegri kjörinni ríkisstjórn. Hér heima er hópur sem heitir Samfylking og hafði formaður þess liðs í frammi hótanir í sjónvarpsviðtali í gær um að spilla fyrir lögmætri ríkisstjórn.

Þingflokkur jafnaðarmanna á Evrópuþinginu heggur í sama knérunn með ályktun í að íslensk stjórnvöld eigi að vera betur í takt við ESB-sinna og svarar þannig ákalli Árna Páls frá í gær.

Íslenska þjóðin kaus meirihluta á alþingi Íslendinga við síðustu kosningar sem var með skýra stefnuskrá um að hag landsins væri betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess.

Samfylkingin sekkur æ dýpra í ESB-fenið.

 

 


mbl.is Evrópskir jafnaðarmenn vilja þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Það er ekkert mál fyrir núverandi ríkisstjórn að lofa þeim þessum kosningum, "að ef farið verði í þessa vegferð aftur, þ.e.a.s að fara í aðlögunarferlið að þá verði fyrst haldin þjóðaratkvæðagreiðsla", þetta loforð segir enganvegin að núverandi ríkisstjórn þurfi að halda þessa þjóðaratkvæðagreiðslu, og er ástæðan sú að núverndai ríkisstjórn er ekki að fara í þessa vegferð, þetta loforð aftur á móti skikkar næstu ríkisstjórn sem ætlar sér að ganga í ESB án þess að spyrja landann til þess að halda sagða þjóðaratkvæðagreiðslu.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 13.3.2015 kl. 15:20

2 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Hér er því haldið fram að ESB hafi fjármagnað hópa sem steyptu löglegri kjörinni ríkisstjórn Úkraínu. Ríkisstjórn Úkraínu féll þegar nýr þingmeirihluti myndaðist þar eftir mikil mótmæli og mannfall. Forsetinn fór að svo búnu af landi brott við lítinn orðstír.

Einar Sveinn Hálfdánarson, 13.3.2015 kl. 16:29

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það eru þá væntanlega afskipti af innanríkismálum þegar að Gunnar Bragi fór til Úkranníu og ítrekað tjá sig um málefni Úkraníu! Þá man ég ekki betur en að þessi óöld hafi byrjað þegar að forseti Úkraníu ákvað á síðustu stundu gegn vilja stórra hópa að hætta við samninga við ESB og gerði samninga við Rússa í staðinn!

Magnús Helgi Björgvinsson, 14.3.2015 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband