Glitnir veldur sjúku ástandi í norsku efnahagslífi

Atvinnutilboð dótturfyrirtækis Glitnis í Noregi til verðbréfamiðlara er lýsandi fyrir sjúkt efnahagslíf, segir Tore Lindholt fyrrum forstjóri norsku Tryggingastofnunarinnar í viðtali við viðskiptaútgáfu Aftenposten, E24. Glitnir Securities reynir að lokka til sín duglega miðlara og býður yfir 200 milljónir íslenskra króna fyrir undirskrift miðlara á starfssamning.

Tore Lindholt starfaði náið með verðbréfamiðlurum þegar hann stýrði Tryggingastsofnuninni. Í umfjöllun E24 er einnig vitnað til Thore Johnsen prófessors við Norska viðskiptaháskólann sem segir lögmálið um framboð og eftirspurn ekki virka þegar svona upphæðir þurfi til að fá undirskrift manna á ráðningasamning.

Aðrir benda á að miðlarar standi í miðju peningaflæðinu, stýri þar umferðinni og taki iðulega með sér stóra viðskiptavini þegar þeir skipta um starf.

Blaðamaður E24 náði tali af einum miðlaranna sem þekkst hefur tilboð Glitnis.

- Ég er kominn í páskafrí, stend upp í fjallshlíð og vil yfirhöfuð ekkert tjá mig um málið, segir Terje Mauer.

Hér er umfjöllun E24.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Als

Lögmál framboðs og eftirspurnar sýnist manni virka vel. Eru einhver efri mörk sem skilgreina hve hátt menn mega fara í tilboðum eftir starfskrafti? Hinn sextugi Thore Johnsen hlýtur að hafa haft eitthvað annað í huga en lysing á markaðsaðstæðum þegar hann lét hafa þetta eftir sér.

Tore Lindholt, fyrrum forstjóri Folketrygdfonden, vann á sínum tíma að því að lækka laun verdbréfamiðlara. Hann er hneykslaður á þróuninni en á föstudag bauð Glitnir Securities verðbréfamiðlurum hjá öðru fyrirtæki allt að 20 milljónir norskra króna. Daginn eftir bauð Handelsbanken þekktum miðlara hjá Carnegie 40 milljónir króna.

Sumir finna að þessari þróun en benda jafnframt á að norski verðbréfamarkaðurinn hefur verið svo sterkur, og fyrirséð að hann verði það áfram, að það er til mikils að vinna að ná sterkri stöðu. Sé það rétt er Glitnir að gera gott með því að ná til sín góðum miðlurum og þeirra viðskiptavinum. Verðbréfafyrirtækin verða að deila hagnaðinum með starfsmönnum og fyrirtæki á borð við Kaupthing hafa skynjað þetta vel. Nú eru uppgrip hjá verðbréfamiðlurum og Glitnir er þátttakandi, hann vill ná betri stöðu á arðbærum markaði og það kostar. Ein leiðin er að fá til sín miðlara, annars staðar frá. Önnur er að kaupa sig inn í önnur verðbréfafyrirtæki, eins og Kaupthing er m.a. að gera hjá Storebrand.

Eftir standa ýmsir virðulegir stórlaxar og fræðimenn, sem eru komnir eilítið úr takt við raunveruleikann og finnst sem ungu mennirnir virði ekki góða siði sem urðu til á þeirra mektartíma.

Ólafur Als, 3.4.2007 kl. 07:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband