Miðvikudagur, 11. mars 2015
Össur ímyndar sér endalok Davíðs og Sigmundar Davíðs
Össur Skarphéðinsson er ímyndarstjórnmálamaður. Hann ímyndar sér hluti og vonar að hugarburðurinn verði að veruleika ef nógu margi taka undir slúðrið.
Össur kemur ímyndun sinni á framfæri við ýmsa aðila og gína sumir við beitunni. Gísli Baldvinsson, til dæmis, tekur oft agn frá Össuri enda er hann kallaður Gössur. Fyrir þrem árum endurvarpaði Gísli slúðri frá Össuri um að Davíð Oddsson hætti ,,bráðlega" á Morgunblaðinu.
Núna ímyndar Össur sér endalok stjórnmálaferils Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Össuri tókst ekki að selja þessa tröllasögu og varð því að birta hana sem feisbúkk færslu, Eyjan endurbirtir.
Ímyndarstjórnmál Össurar endurspegla ótta fyrrum formanns Samfylkingar við málafylgjumenn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.