Miðvikudagur, 11. mars 2015
Sjálftekja forstjóra og ábyrgð stjórnar
Isavia er að verða eitt af þessum subbufyrirtækjum þar sem spillingin nær frá toppi til táar. Forstjórinn kemst upp með að gera fyrirtækið að lénsveldi og raðar á garðana vinum og vandamönnum.
Stjórnin situr hjá og leyfir spillingunni að grassera líkast til vegna þess að stjórnarsetunni fylgir ábatasöm aðkoma.
Stjórnvöld verða að stinga á spillingarkýlinu, setja af sitjandi stjórn og koma skikki á Isavia áður en frekari vandræði hljótast af.
Greiddi ferðalög fjölskyldumeðlima | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
að þarf að hreinsa til í þessu fyrirtæki, sem forstjórinn virðist reka sem sitt eigið en ekki fyrirtæki í eigu almennings.
Filippus Jóhannsson, 11.3.2015 kl. 11:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.