Þriðjudagur, 10. mars 2015
Grikkir hóta ESB með Ríki íslam
Varnarmálaráðherra Grikklands hótar að hleypa flóttafólki frá Miðausturlöndum til Evrópusambandsríkja, þar á meðal hryðjuverkamönnum úr Ríki íslam, ef ESB lætur Grikki ekki fá aukna fjárhagsaðstoð.
Telegraph segir frá þessari hótun sem kemur í kjölfar stigvaxandi deilna nýmarxistastjórnarinnar í Aþenu og Brussel.
Evrusamstarfið nærir ekki beinlínis bræðraþelið.
Athugasemdir
Það sést undireins um leið og maður kynnir sér Grikklandsmálið, að það að fara að tala um Evru og ESB í því samhengi er irrelevant.
Málið er það, sem eg hef margbent mönnum á í u.þ.b. ár, - aðþað er bókstaflega ekki í lagi með grísk stjórnmál.
Ummæli mörg grískra stjórnmálamanna eru fyrir neðan allar hellur og grikkjum til stórskammar.
Lærdómurinn sem Ísland gæti dregið af þessu er, - hve afar varasamt er þegar lýðskrumsdjöflinum er sleppt lausum.
Framsóknarmenn hafa tekið lýðskrum í fóstur hér uppi síðustu misseri og sjallar gæla við lýðskrum og öfga-armur sjallaflokks virðist forfallinn bulllýðskrumsarmur.
Það er þessi effect sem ætti að huga að og íslendingar ættu að óttast.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.3.2015 kl. 10:37
Þessi hótun grísks varnarmálaráðherra er hrikaleg - maðurinn reynir beina fjárkúgun gagnvart Evrópsambandsríkjum, hótandi að hleypa hryðjuverkasveitum inn í löndin!!!
Ætli komi að því, að "elzta lýðræðisríkið", Grikkland, verði rekið úr þessu ríkjasambandi, bæði talið of mikill fjárhagsbaggi og nú beinlínis hættulegt öryggi annarra?
Jón Valur Jensson, 10.3.2015 kl. 15:19
Kammenos er náttúrulega hægri öfgamaður úr slíkum flokki sem gríski sjallaflokkurinn er.
Eigi von á góðu.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.3.2015 kl. 15:23
ÓBK
Enn gerir þú þig að athlægi !
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 10.3.2015 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.