Árni bæjó og vinasósíalisminn

Reykjanesbær er gjaldþrota, líkt og Sparisjóður Keflavíkur var gjaldþrota. Munurinn er sá að Reykjanesbær fær útsvarstekjur og veitir þjónustu sem ekki er hægt að flytja yfir í önnur fyrirtæki eða stofnanir. Þess vegna er Reykjanesbær enn á floti.

Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar til skamms tíma stundaði vinasósíalisma þar sem opinberu fjármagni var blandað við hálfopinbera fjármuni, t.d. SpKef, og einkahagsmuni Árna og vina hans.

Eigur bæjarins voru seldar fasteignafélagi sem leigði þær aftur til bæjarins. Hver ætli hafi verið stjórnarformaður og makað krókinn? Jú, vitanlega Árni.

Vinasósíalismi er að veita skattfé almennings til vina og vandamanna. Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ eru þar í úrvalsdeild.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

þetta var ekki allt. Reykjanesbær og Húsavík háðu hart kapphlaup um það 2007 hvort bæjarfélagið yrði fyrra til að reisa risaálver, þótt ósamið væri um flest í um það bil 12 sveitarfélögum varðandi risalínurnar, sem átti að reisa og fjarri því að búið væri að útvega orku eða gera samninga um það.

Það voru teknar skóflustungur og byrjað á framkvæmdum til þess að láta stærsta "túrbínutrix" Íslandssögunnar stilla mönnum upp við vegg.

Siðblindan var alger og er enn samanber yfirlýsingu Árna í kvöld í fréttum, þar sem hann var hæstánægður með að hafa sóað langt um efni fram og halda miklu af því eftir eftir afskriftir metskulda nokkurs sveitarfélags.  

Ómar Ragnarsson, 9.3.2015 kl. 21:55

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það þarf nú ekki að skoða feril hans með mjög sterkum gleraugum til að sjá að hann hefur skilið allt eftir í rúst sem hann hefur komið að..........

Jóhann Elíasson, 9.3.2015 kl. 22:41

3 Smámynd: Ár & síð

Það er nú eiginlega vandræðalegt að segja það sósíalisma þegar hægrimenn klúðra málum en ekki það sem vandinn í raun er, vina- og frændhygli og spillingu, nokkuð sem einkennt getur allar pólitískar stefnur þegar spilltir einstaklingar fá of mikil völd.
Matthías

Ár & síð, 10.3.2015 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband