Femínismi, fasismi og múslímatrú

Femínismi gegn fasisma er boðskapur alþjóðadags kvenna. Femínistar ættu kannski að líta sér nær eftir verðugum viðfangsefnum til að fást við fremur en hugmyndafræði sem rann sitt skeið á síðustu öld.

Til dæmis mættu femínistar íhuga að í landi eins og Sádi-Arabíu er nær helmingur kvenna barinn til óbóta á heimilum sínum.

Femínistinn Líf Magneudóttir og formaður mannréttindaráðs er ekki með minnstu áhyggjur af vexti og viðgangi sádi-arabískrar útgáfu af múslímatrú, wahabisma, hér á landi og segist treysta dómgreind múslíma.

Femínismi og dómgreind eru andstæður.


mbl.is Jafnrétti yfirskin í pólitík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Femínismi (sú tegund sem Líf aðhyllist) er vinstri pólitík. Fjölmenning er ríkjandi vinstri pólitík. Líf tekur fjölmenningu fram yfir réttindi kvenna af því kvenréttindi eru aukaatriði í trúarbrögðum hennar, þ. S. Völd vinstrisinnaðra kvenna eru malið og þau má aðeins öðlast með samsemd við "mainstream" sósíalisma.

Femínistar hafa þannig undirsett sig karllægri vinstrimennsku.

Ragnhildur Kolka, 9.3.2015 kl. 09:06

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

,,Femínistar hafa þannig undirsett sig karllægri vinstrimennsku." Brilljant, Ragnhildur.

Páll Vilhjálmsson, 9.3.2015 kl. 10:03

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þeir sem harðast hafa barist fyrir réttindum samkynhneigðra, réttindum kvenna og trúfrelsi berjast nú harðast fyrir vexti og uppgangi múslimatrúar, á Íslandi.

Þvílík hræsni! Þetta fólk virðist tilbúið að fórna því sem áunnist hefur í réttindabaráttu samkynhneigðra, réttindabaráttu kvenna og frjálsara samfélagi, til þess eins að auka vöxt múslimatrúar, trúar sem fordæmir allt sem þetta sama fólk hefur barist fyrir.

Það er erfitt að skilja svona rugl!!

Gunnar Heiðarsson, 9.3.2015 kl. 11:21

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Fasismi er er pólitisk hugmyndafræði sembyggir á samruna og samvinnu auðvalds og ríkis undir einræði. Hann er raunar anstæða lýðræðis. Ég er ekki viss um að þessar elskur hafi kynnt sér hugtakið nógu vel, en miðað við stöðu kvenna hér á íslandi þá er orðið fátt um fína drætti með baráttumál fyrir utan að demónisera hott kynið.

Ísland er og hefur verið um langan tima efst á heimslista kynjajafnréttis, svo baráttan er komin út í prívat athyglissýki sjálfskipaðra fulltrúa kvenna þar sem öll athygli er betri en engin, neikvæð eða jákvæð.

http://reports.weforum.org/global-gender-gap-report-2014/rankings/

Jón Steinar Ragnarsson, 9.3.2015 kl. 12:15

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég hef séð alveg ótrúlegar tölur frá UN women sem þar sem borin er á borð sú statistík að 60% dauðsfalla eigi rætur í heimilisofbeldi. Ekki er skilgreint frekar hvernig þessi niðurstaða er fengin né skýrt frá því hve stórt hlutfall karla er í þeirri ótrúlegu tölu. Þaðaaf síður er presenteruð skipting milli þjóða. Þetta er heimfært upp á Ísland óbreytt. Steingrímur J. Drap umræðu um hryðjuverk á þingi furir nokkrum dögum með að biðja okkur að líta okkur nær og vitnaði til þessarar tölfræði.

Framsetningin er semsagt sú að 6af hverjum konum sem deyja á Íslandi deyja vegna heimilisofbeldis. Þegar innt er eftir rökstuðningi, þá er það dregið fram að 6 af hverjum 10 morðum megi rekja til heimilisofbeldis, sem er allt önnur ella og ekki endilega bundið því að þar seu konur alfarið fórnarlömb. Síðasta morð hér af þessu tagi var t.d. Framið af konu. 

Nú snýst þetta allt um að kokka til tölfræði og búa til samfélagsvanda, sem er nánast non existent.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.3.2015 kl. 12:33

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sex af hverjum 10 konum átti að standa.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.3.2015 kl. 12:34

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég held að þetta sé toppurinn á lýðskrumi Steingríms og er þá mikið sagt.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/03/04/ofbeldi_gegn_konum_alvarlegri_ogn/

Jón Steinar Ragnarsson, 9.3.2015 kl. 12:40

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér er tölfræðin sem Steingrímur er að gera sér mat úr og heimfæra upp á ísland óþynnt.

http://www.unwomen.org.nz/violence-against-women

Jón Steinar Ragnarsson, 9.3.2015 kl. 12:44

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

Góð grein, meðan miðalda Íslam, nasismi nútímans, veður uppi, slátrar tugþúsundum í beinni útsendingu, skvettir sýru framan í konur, eða grýtir þær til dauða fyrir upplognar sakir, eru sjálfskipaðar baráttusveitir fyrir réttindi kvenna (femínistar) að berjast við vindmyllur. Woody Allen sagði að sagan endurtæki sig vegna þess að það hlustar aldrei neinn í fyrsta skiptið og í þessu tilfelli ekki einu sinni í annað skiptið.

Theódór Norðkvist, 9.3.2015 kl. 15:02

10 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Feministar sem sættast fyllilega við Islam annað hvort skilja ekki Islam, eða Feminisma.  Eða hvorugt.

Eins og er, ættum við að skrifa þetta "feministar."  Innan gæsalappa.

Ásgrímur Hartmannsson, 9.3.2015 kl. 22:35

11 Smámynd: Salmann Tamimi

Allir sem tengja Islam við heimilisofbeldi og/eða kvenfyrirlitningu lýsa sinni vanþekkingu og fáfræði á Islam. 600 konur þurftu að leita til Stígamóta hér á landi í fyrra og ekki voru þær múslimar.

Salmann Tamimi, 10.3.2015 kl. 13:15

12 Smámynd: Mofi

Salmann, hvað finnst þér um heiðursmorð og getur þú útskýrt fyrir mér af hverju jafnvel dómsstólar sumra múslíma landa refsa varla fyrir þau?

Varðandi heimilisofbeldi þá auðvitað eru til vondir einstaklingar meðal allra trúarbragða en það segir okkur ekkert um trúna sjálfa.

Mofi, 10.3.2015 kl. 15:33

13 Smámynd: Salmann Tamimi

Mofi þú spýr "getur þú útskýrt fyrir mér af hverju jafnvel dómsstólar sumra múslíma landa refsa varla fyrir þau?" Það get ég ekki vegna þess að ég er ekki dómari í þessum löndum og það stendur  í Koranin að mórð er bannað og þú gjálda með þitt líf ef þú mýrðir einhvar. Allah forða okkur frá því.

Ég er mjðg ánægður með þina skrif " Varðandi heimilisofbeldi þá auðvitað eru til vondir einstaklingar meðal allra trúarbragða en það segir okkur ekkert um trúna sjálfa." Þess vegna má aldrei alhæfa um heila þjóðir eða trúbrögðum 

Salmann Tamimi, 10.3.2015 kl. 16:58

14 Smámynd: Mofi

Salmann, gott að heyra að þú fordæmir heiðursmorð og slíkt verðskuldar mjög harða refsingu eins og hver önnur morð.

Mofi, 10.3.2015 kl. 17:19

15 Smámynd: Salmann Tamimi

Það er ekki bara ég það er í Koranin. Það er Allah sem banna okkur að fremja  morð. Það stendur i Koranin

5:32 On that account: We ordained for the Children of Israel that if any one slew a person - unless it be for murder or for spreading mischief in the land - it would be as if he slew the whole people: and if any one saved a life, it would be as if he saved the life of the whole people. Then although there came to them Our apostles with clear signs, yet, even after that, many of them continued to commit excesses in the land."

þetta er sharia en ekki einsog sumir halda fram

Salmann Tamimi, 10.3.2015 kl. 18:18

16 Smámynd: Mofi

Salmann, þessu er beint til Ísrael en ekki múslíma enda er megnið af tilvitnunni úr Talmúdi gyðinga.

Mofi, 10.3.2015 kl. 21:08

17 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Held að sumir hér að ofan ættu nú að kynna sér málin aðeins áður ein þeir fara að skrifa! T.d þetta með sýruárásir. Veit ekki betur en að þær séu alengar í Indlandi meðal fólks sem eru ekki múslimar. Eins held ég að kristnir menn ættu ekki að setja út á morð annarra trúarbragða. Minni á að öll stríð sem Bandaríkjamenn taka þátt í eru fyrir Guð og fósturjörðina. Minni á öll morð á Íslandi nærri því hafa verið framin af kristnum mönnum! Held að fólk ætti bara ekki að leyfa hryðjuverkamönnum að komast upp með það að rökstyðja morð með trú sinni. Þetta er bara ótýndir glæpamenn og geðsjúklingar sem hafa það eina markmið að ná völdum og/eða valda örðum miska. Og viðbrögðin hér í athugasemdum sýnir að þeim er að verða mjög ágengt að eyðileggja möguleika ólíkara hópa að búa í sátt og samlyndi. Minni líka á að ekkert morð hér á landi eða alvarlegt ofbeldi hefur verið framið af þeim múslimum sem hér búa. Þetta er kaþólskir Pólverjar eins lettar sem eru duglegastir við þetta síðustu misserin og svo náttúrulega skírðir og fermdir Íslendingar

Magnús Helgi Björgvinsson, 10.3.2015 kl. 21:12

18 Smámynd: Salmann Tamimi

Mofi það stendur það boðskap Allah er eins til alla Hans spámenn, Abraham ,Móses. Jesus,Mohammad og fl. Allah sem er eitt Guð sendir ekki ólika bóðskap. 

2852:285 Sendiboðinn trúir því sem Drottinn hans hefur opinberað honum, og svo gera einnig hinir trúuðu. Sérhver þeirra trúir á Allah, og engla Hans, Ritningar Hans, og Sendiboða Hans; og þeir segja: „Vér gerum engan greinarmun á Hans sendiboðum." Og enn segja þeir: „Vér heyrum og hlýðum. Vér beiðumst fyrirgefningar þinnar, Drottinn vor; til þín liggur leið vor allra.

Salmann Tamimi, 11.3.2015 kl. 00:39

19 Smámynd: Mofi

Salmann, en versið segir að þessi skilaboð eru ætluð Ísrael enda er versið tilvitnun í Talmúdinn.  En miðað við þetta sem þú segir að þá tekur þú boðskap Móses til þín?

Mofi, 11.3.2015 kl. 09:54

20 Smámynd: Salmann Tamimi

Það er bóðskap Allah . Móses og alla spámenn vöru sendibóðar Hans.  :óses og Jesus og Mohammed vöru ekkert að finna neitt sjálfir

Salmann Tamimi, 11.3.2015 kl. 11:05

21 Smámynd: Mofi

Sammála, það er mín trú.  

Þegar ég skoða líf Múhameðs, eins og minnsta kosti margir halda fram þá virðist hann hafa verið mjög grimmur og í engu samræmi við boðskap Móses eða Jesú, sjá: http://wikiislam.net/wiki/List_of_Killings_Ordered_or_Supported_by_Muhammad

Mofi, 11.3.2015 kl. 12:27

22 Smámynd: Salmann Tamimi

Því miður þá ertu ekki að lesa rétta bækur talaðu við múslimar og lestu þeirra bækur en ekki andstæðingar islam

Salmann Tamimi, 11.3.2015 kl. 18:17

23 Smámynd: Theódór Norðkvist

Salmann, hvernig ætlarðu að byrja að fjalla um rökin sem sett eru fram sem slík, ekki velta þér upp úr því, hver leggur þau fram? Ætlarðu einhvern tímann að læra að fara í boltann og hætta að sparka niður manninn, svo tekið sé líkingamál úr knattspyrnunni?

Af hverju eru múslimar eitthvað betri til að gefa hlutlaust mat á Íslam? Er það ekki alveg þveröfugt, eru einmitt þeir ekki þeir allra vanhæfustu til þess? Ef þú hefðir haft tækifæri til að spyrja Stalín meðan hann var á lífi hvernig hann sæi sjálfan sig, heldurðu að hann myndi gefa þér sömu mynd og almennt er viðurkennd núna, sem fjöldamorðingja og harðstjóra? Hvað er t.d. rangt við þennan lista sem Halldór/Mofi leggur fram?

Theódór Norðkvist, 12.3.2015 kl. 08:31

24 Smámynd: Mofi

Salmann, þannig að þessi síða er að ljúga þegar kemur að lífi Múhameðs? Getur þú sýnt mér aðra grein sem fer yfir líf Múhameðs og einhver rök fyrir því að þessi síða er ljúga?

Mofi, 12.3.2015 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband