Lýðræði verður barefli í ESB

Grikkir töldu sig geta kosið sig frá hörðum efnahagslegum veruleika með því að kjósa til valda Syriza, sem er marxískt vinstribandalag.

Eitthvað gengur Grikkjum illa að sannfæra lánadrottna sína í öðrum ESB-ríkjum að þingkosningar í Grikklandi skuli leiða til stefnubreytingar í Brussel, Berlín og París gagnvart skuldseigum Suður-Evrópuríkjum.

Og nú er það þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort Grikklandi yfirgefi evruna sem er næsta stig hótunar gagnvart ráðandi öflum í ESB.

Lýðræði í ESB-ríkjum, einkum þeim minni og vanmáttugri, er orðið að barefli í milliríkjasamskiptum og haldlaust sem slíkt. Grikkland er í reynd orðið léttvægt sveitarfélag í Stór-Evrópu og með álíka vægi gagnvart Brussel og Þórshöfn gagnvart alþingi.


mbl.is Þjóðaratkvæðagreiðsla möguleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ha?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.3.2015 kl. 22:33

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

ÓBK

Það kemur engum á óvart að þú skiljir ekki.

Ekkert nýtt undir sólinni með það. Þú bú verður að spyrja flugfreyjuna, jarðfræðinemann eða dr. Össur / Skeggja hvað þér ber að mantra gegn því sem Páll bendir réttilega á hérna.

Ekkert ný

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 8.3.2015 kl. 23:11

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Einmitt Predikari góður! Gamla pakkhúsið umbúðalaust og innihaldið,sem átti að vekja eftirvæntingu vellur út ókræsilegt. Ætli Gunnar Bragi viti af þessu. 

Helga Kristjánsdóttir, 9.3.2015 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband