Árni Páll skiptir um skoðun í hádeginu

Árni Páll Árnason formaður Samfylkingar er með eina skoðun fyrir hádegi en aðra eftir hádegi - á sama málinu.

Í morgun var Árni Páll þeirrar skoðunar að ESB-aðild Íslands væri tæplega raunhæf. Nú er komið hádegi og þá er formaður orðinn þeirrar skoðunar að ESB-aðild sé fyllilega raunhæf.

Í fyrramálið vaknar Árni Páll með enn nýja skoðun.

Við bíðum ekki spennt.


mbl.is „Fráleit útlegging á því sem ég sagði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Nei - það eru allir orðnir leiðir a´þessu málefni einsmálsfylkingarinnar kæri Páll.

Huglausi ráðherrann verður að drífa af stað þessa afturköllun umsóknarinnar.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 6.3.2015 kl. 12:31

2 Smámynd: Jón Bjarni

Hvernig má það vera Páll að þú kennir fjölmiðlafræði? Hvenær sagði Árni Páll það að hann væri orðinn afhuga ESB? 

Jón Bjarni, 6.3.2015 kl. 14:29

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Senda ekki allir fjölmiðlar út stafrænt í dag. Gæti verið að skoðanir Árna flyttust fjarrænt.

Helga Kristjánsdóttir, 6.3.2015 kl. 15:57

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Held að menn ættun nú að hafa meiri áhyggjur af stjórnmálamönnum sem segja svona:

Í fyrsta lagi er því haldið fram að við höfum ákveðnar skyldur, m.a. í ljósi þess sem ég hafði sagt í aðdraganda síðustu kosninga um að ég væri opinn fyrir því að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.

Menn sem opinberalega viðurkenna að það sé ekkert að marka það sem þeir segja fyrir kosningar!

Árni er örugglega eins við mörg Evrópusinnar ekkert ólmur í að halda samningum áfram akkúrat núna þegar staðan þar er eins og hún er. En ég efast ekki um að staðan í Evrópu á eftir a gjörbreytast til batnaðar á næstu árum. Enda holt fyrir fólk að muna að í ESB eru nokkarar af ríkustu þjóðum heims! Og ýmsar umbætur í gangi í þeim löndum sem standa verst eins og t.d. Spáni, Portúgal og Grikkalandi sem skila árangri á næstu árum!

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.3.2015 kl. 22:00

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

P.s.þessi tilvitnun var í Bjarna Ben frá því í dag

Í fyrsta lagi er því haldið fram að við höfum ákveðnar skyldur, m.a. í ljósi þess sem ég hafði sagt í aðdraganda síðustu kosninga um að ég væri opinn fyrir því að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.3.2015 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband