Föstudagur, 6. mars 2015
Árni Páll drepur ESB-umsókn Össurar
Jón Baldvin Hannibalsson, Stefán Ólafsson og aðrir vinstrimenn eru á stórflótta í Evrópumálum. Með yfirlýsingu sinni í sjónvarpsútsendingu kippir formaður Samfylkingar síðustu feysknu stoðunum undan ESB-umsókn Össurar Skarphéðinsson frá 16. júlí 2009.
Orð Árna Páls gera ennfremur Viðreisn þeirra Benedikts Jóh., Þorsteins Páls. og Sveins Andra að pólitísku viðundri. Viðreisn er hugsuð sem hægriútgáfa af Samfylkingunni með ESB-málið sem gunnfána.
Árni Páll er jafnframt búinn að draga fram rauða dregilinn fyrir huglausa utanríkisráðherrann okkar sem enn er ekki búinn að leggja fram þingsályktun um afturköllun umsóknarinnar frá 16. júlí 2009.
Árni Páll efast um ESB og evruna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.