Mánudagur, 2. apríl 2007
Frjálslyndir eru ekki rasistar
Auglýsing Frjálslynda flokksins í gær er ekki stefnt gegn kynþáttum og er ekki rasísk, eins og sumir hafa látið í veðri vaka. Kynþáttasstefna eða kynþáttahatur, eins og rasismi hefur jafnan verið þýddur á íslensku, felur í sér flokkun á æðri og lægri kynþáttum. Í auglýsingunni eru engin slík skilaboð.
Andstæðingar Frjálslynda flokksins virðast hafa komið sér saman um að stimpla flokkinn sem kynþáttaflokk í því skyni að vekja andúð á málflutningi hans um takmarkanir á innflutningi erlends vinnuafls. Tilburðir til að búa til meiri andstæður en efni standa til eru aðeins vatn á myllu raunverulegra rasista, hvar í flokki sem þeir standa.
Veruleg aukning hefur orðið á innflutningi erlends vinnuafls á skömmum tíma. Viðbúnaður samfélagsins til að taka á móti þessu fólki er ábótavant. Í auglýsingunni segjast Frjálslyndir vilja takmarka hingaðkomu vinnuafls og búa betur að þeim sem fyrir eru, m.a. með aukinni kennslu og menntun sem eykur líkur á farsælli aðlögun nýbúa.
Aðlögun er lykilatriði útlendinga sem setjast hér að. Í nafni fjölmenningarstefnu vilja sumir gera lítið úr þeim þætti og jafnvel leggjast gegn aðlögun. Samkvæmt þeirri hugsun eiga Pólverjar að gera sér lítið pólskt samfélag hér á landi, Thailendingar thailenskt samfélag og svo framvegis. Þetta er gettóstefna sem beðið hefur skipbrot í Evrópu. Fjölmenningarsamfélag er goðsögn sem hvergi er til í reynd. Nái fjölmenningarstefna fótfestu hér á landi er það ávísun á menningarkima sem verða gróðrarstía félagslegra vandamála þegar fram líða stundir.
Íslendingar eiga að búa svo í haginn fyrir nýbúum að þeir komist sem fyrst í takt við íslenskt samfélag. Og við eigum vitanlega ekki að taka við fleiri útlendingum en við höfum burði til. Þar eiga hagsmunir atvinnurekenda ekki að ráða ferðinni heldur almannahagsmunir.
Athugasemdir
Rasismi er hlutmengi í "VIÐ og þeir" hugsuninni. Það er mjög þunn lína milli útlendingahræðslu, útlendingahaturs og útlendingaofsókna, -raisisma og allra hinna deildanna í "VIÐ og þeir" menginu. Það er verið spila á sama hljófæðrið - sömu tilfinngarnar þegar þessir strengir eru plokkaðir. Í besta falli er blæbrigðamunur en fjarri því að vera eðlismunur.
Helgi Jóhann Hauksson, 2.4.2007 kl. 01:32
Ég held það sé rétt hjá þér að þeir séu ekki rasistar. En ef þeir eru ekki rasistar þá eru þeir lýðskrumarar. Ef þetta er ekki rasismi og útlendingafóbía þá hafa þeir áhyggjur af því hvernig "við" (en ekki "þeir") hegðum okkur og bregðumst við. Samt sem áður tala þeir eins og útlendingarnir séu vandamálið. Kondu nú kallinn minn, þú ert eldri en tvævetur!
Pétur Tyrfingsson, 2.4.2007 kl. 02:56
Svo ég afriti eina tilvitnun af Málefna vefnum:
"Það má súmmera málflutning FF svo: ég er ekki rasisti - en útlendingar koma með glæpi, grafa undan velferðarkerfinu, stuðla að verðbólgu, hækka húsnæðisverð, lækka laun íslendinga, nauðga konunum okkar, eyðilegggja heilbrigðiskerfið, flytja inn eiturlyf, smita okkur af berklum, gera okkur atvinnulausa, eyðileggja vinnumarkaðinn okkar. Við höfum ekkert á móti útlendingum, viljum bara koma af stað umræðu... Hva má aldrei segja neitt "
Ansi skarpskyggn lýsing þarna á ferð.
Kalli (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 03:16
Þessi umræða ætti heldur að snúast um það ábyrgðaleysi sem ríkir í þjóðfélaginu gagnvart innflutningi á fólki. Það er óskiljanlegt hvernig menn geta litið framhjá þeim vandamálum sem hafa skapast í nágrannalöndum okkar.
Frjálslyndir eru að benda réttilega á að núverandi stefna mun koma innflytjendum afar illa enda miðar hún að því að búa til aðra stétt manna sem vinna á lágum launum og mun flokkast sem "útlendingar" í fyrstu, aðra og þriðju kynslóð. Þessi stefna sem þeir eru í raun að mótmæla mun skapa vandamál í Evrópu sem geta aldrei endað nema með uppgjöri á milli menningarheima og trúarhópa. Þeir sem gjalda fyrir verða minnihlutahóparnir.
Stefna frjálslyndra er í raun verndarstefna gagnvart því fólki sem fær að koma til landsins. Þ.e. að búa þannig um ´hnútana að fleiri komi ekki hingað til lands en svo að við náum að gera þá að íslenskum þegnum, "Íslendingum" án kröfunnar um að menn láti af fyrri þjóðareinkennum.
Þessi stefna er um leið vernd Íslendinga gagnvart eftirfarandi:
Félagslegum undirboðum (Verkamaður frá Rúmeníu myndi þiggja helming af lágmarkslaunum á Íslandi en væri samt með 5 sinnum hærri laun en í heimalandinu).
Skipulagðri glæpastarfsemi. eftirlit með sakaferli innflytjenda er ábótavant.
Mansal. Það er vitað mál að stúlkur frá Austur Evrópu er fluttar nauðugar vestur til að stunda vændi.
Ég hvet fólk til þess að fara upp úr kynþáttaumræðuskotgröfunum sem koma þessu máli ekkert við og taka alvarlega á þessum málum áður en það verður að vandamáli áður en það fer að bitna á þeim sem síst skyldi.
Indriði Einarsson (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 07:55
Helgi Jóhann:
Það var s.s. rasismi að þínu mati þegar við lýstum yfir sjálfstæði 1944? Við vildum ekki tilheyra sama ríki lengur og þeir Danirnir. Greinilegalega argasti rasismi þar á ferðinni...
Stjórnmálafélög byggja væntanlega á rasisma þá líka, sama með íþróttafélög, trúfélög o.s.frv. o.s.frv.
Jæja...
Hjörtur J. Guðmundsson, 2.4.2007 kl. 10:04
Páll! það er gaman að lesa greinar eftir fólk sem les það sem að stendur en les ekki á milli línanna og ætlar fóli svo eitthvað sem að hvergi stendur. Rasismi er enskusletta er það ekki? Væri ekki allt í lagi að nota íslensku eða eigum við kannski að fara að taka tökuorð frá nýbúunum þá skiljum við alla vegana eitthvað.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 2.4.2007 kl. 10:23
Mér finnst gott þegar menn ræða þessi mál öfgalaust og án upphrópana og tala um það sem máli skiptir. Þú gerir það í grein þinni.
Meðan ekki má ræða um þjóðfélagsmál þá er hætt við að það verði að vandamáli jafnvel slæmu vandamáli. Mikill straumur útlendinga til landsins á síðustu 2 árum kallar á lausnir. Af hverju ekki vinna að þeim. Vinna að aðlögun og framrþróun í þessum málaflokki eins og öðrum.
Jón Magnússon, 2.4.2007 kl. 10:29
Ég er reyndar ekki sammála því að fjölmenningarsamfélag sé ekki til. Látum það liggja á milli hluta. Málefni sem varða aðkomu erlends fólks til búsetu á Íslandi verður ekki leyst með upphrópunum, á hvorn veginn sem er. Ég lít svo á að landið okkar er ekki einkaeign í þeim skilningi að okkur einum sé leyfilegt að búa á skerinu eða kaupa hér land eða lóðir. Hins vegar er samfélagsgrunnurinn, velferðin, tungan og menningin þeirra sem hafa byggt landið og ekki hlaupið að því að deila öllum þess gæðum.
Á hver sem er að fá leyfi til þess að gerast hluthafi í íslenska samfélaginu? Ef ekki, hvar á að draga mörkin? Getum við leyft okkur opin landamæri? Hver á aðstoðin að vera til handa þeim sem koma? Eiga skattborgarar að borga brúsann? Hve langt á að ganga í verndun tungu og menningar? Á yfir höfuð að vernda slíkt? Ef mönnum er frjálst að koma til landsins að vild, er þeim þá einnig frjálst að ganga óhindrað inn í íslenska velferðarkerfið? Seldu ekki Kanadamenn slík réttindi um árið?
Svona mætti áfram telja - þeir sem upphrópa sem mest mættu gjarnan tjá hug sinn án slíkra upphrópana en þeim til vorkunnar má e.t.v. segja sem svo að í þeirra huga er ekki um stórt vandamál að ræða og því ekki við hæfi að leggja grunn að sérstakri "útlendingapólitík". Slíkt beri ávallt keim af kynþátta- eða útlendingahatri.
Við sem höfum búið erlendis um skeið könnumst við bæði galla og kosti þess að fólk af ólíkum bakgrunni, kynþætti, trúarbrögðum o.s.frv. búi hlið við hlið í þeim mæli sem t.d. er í Skandinavíu og víðar. Þessi "tilraun" hefur á sér ýmsar hliðar og sumar dimmar. Fjölmörgum í hinum fyrrum einsleitu samfélögum hefur ekki tekist að sætta sig við breytingarnar. Ekki svo að skilja að þeirra viðhorf séu ekki þeirra einkamál en þeir hafa verið í minnihluta og stundum hefur óánægju sumra úr röðum þeirra brotist út í ofbeldi og dýrkun ofbeldisaðferda. Ekki ósvipað og umhverfisfasistum, kommúnistum og öðrum öfgahópum finnst stundum eðlilegt.
Aðferðafræði hins opna arms Norður-Evrópu þjóða hefur leitt af sér að ýmis félagsleg vandamál hafa einkennt suma innflytjendahópa. Hér er m.a. horft til "ghettóa" og fleira í þeim dúr. Óskin um aðlögun hefur ekki alltaf gengið eftir sem skyldi og önnur og jafnvel þriðja kynslóð innflytjenda er nú að súpa seyðið af þessari félagsmálatilraun, ef svo má að orði komast. Á meðan hafa aðrir notað tækifærin vel og gætt samfélög nýrra heimkynna lífi og fjölbreytni.
Sleppum upphrópunum og ræðum málin.
Ólafur Als, 2.4.2007 kl. 11:35
The could have fooled me!
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.4.2007 kl. 11:49
Ef verið er að greina isma og ískur þá finnst mér nú slagorðið "Forysta fyrir íslenska þjóð" hljóma frekar fasískt en rasískt.
vorboðinn ljúfi, 2.4.2007 kl. 11:58
Einmitt sleppum upphrópunum og ræðum málin, eins og talað út úr mínu hjarta. Að segja að Frjálslyndir séu lýðskrumarar er einfaldlega ekki rétt. Þeir byrjuðu sín varnarðarorði strax í maí í fyrra, þegar þeir stóðu gegn samþykktinni um óhefta innkomu erlendra aðila frá Evrópu. Þau varnaðarorð voru byggð á samtölum þeirra við fólkið í landinu. Og þrátt fyrir allar upphrópanir og ljót orð hafa þeir aldrei dregið málflutning sinn til baka. Heldur haldið sínu striki. Það eru margir í þessu þjóðfélagi sem þekkja málin af eigin raun, og skilja hvað er verið að ræða um.
Og takið eftir því að eins og staðan er þá komast engar aðrar þjóðir inn í landið, um leið og opnað var fyrir þennan innfluttning frá Evrópu var á sama tíma lokað fyrir að fólk kæmi frá öðrum heimshlutum, þetta kom greinilega fram í málflutningi Einar Kristinn á ráðstefnu hér á Ísafirði um nýbúa. Þar sagði hann að verkafólk frá Evrópu fullnægði vinnumarkaðin hér á landi.
Fólk frá Asíu og Mið-Ameríku fær ekki einu sinni dvalarleyfi til að heimsækja sína nánustu sem flust hafa hingað, vegna reglugerðarfargans, sem þarf að laga sem fyrst.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.4.2007 kl. 11:59
Það sem gleymist alltaf í þessari umræðu er að innflytjendur skiptast í tvo flokka:
Á Íslandi eru tiltölulega fáir nýbúar en mjög margir farandverkamenn. Öfugt við það sem gerðist á hinum norðurlöndunum.
Langflestir nýbúar aðlagast íslensku samfélagi fullkomlega. En það er fáránlegt að ætlast til þess að verkamaður sem vinnur við 6 mánaða byggingaverkefni í Kópavogi þurfi að læra íslensku og læra að borða harðfisk.
Ekki gerum við íslendingar það þegar við förum í víking.
Kalli (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 12:05
Njörður:
Hvað með "Íslendingar borða SS pylsur"? Fasískt? Eða "Ísafold, tímarit fyrir Íslendinga"? Fasískt líka? "Íslenskt, já takk" er það sjálfsagt líka svo ekki séð minnzt á "1944, matur fyrir sjálfstæða Íslendinga". Ég sem hélt að útlendingarnir væru hingað komnir til að verða Íslendingar, svo er manni a.m.k. alltaf sagt. En nú má s.s. ekki tala lengur um íslenzka þjóð, þá er maður orðinn rasisti. Jæja...
Hjörtur J. Guðmundsson, 2.4.2007 kl. 14:57
Frjálslyndir boða útlendingaandúð, ef ekki útlendingahatur. Það er alveg ljóst.
Þetta skrifar frambjóðandi Frjálslyndra hér á Moggabloggið:
"Síafbrotamenn hafa ekkert inn í landið okkar að gera.
Erlendir glæpahringir eru að festa hér rætur.
"Skipulagðar nauðganir." "Ógnvænlegt ástand vegna fjölmenningar." Er ekki verið að kynda undir útlendingahatur með svona skrifum?
Svala Jónsdóttir, 2.4.2007 kl. 15:29
Vonandi er enginn að mæla "innflutningi" síafbrotamanna bót. Ekki Svala, né nokkur annar. Upptalningin teygir sig of langt hjá frambjóðandanum, enda fékk hann að finna til tevatnsins á bloggi sínu. En margir féllu í þá gryfju að hrópa hástöfum en gleyma að færa rök fyrir máli sínu. Til viðbótar vafasömum lista urðu læti andmælenda ekki til þess, að von um að ræða málin af nokkurri yfirvegun, væri í sjónmáli.
Ólafur Als, 2.4.2007 kl. 15:48
Spurning um að draga hausinn upp úr sandinum, rasismin þarf ekki að vera bunding genitískum mun, svart og eða hvítt, sjá ágæta samantekt á (http://en.wikipedia.org/wiki/Racism)
"In the late 20th century, the notion of "biological race," popularized by scientific racism theories spawned in the 19th century, has been challenged by geneticists and biologists. The latter have demonstrated that it is not possible to divide humanity into several, strictly delimited, populations called "races" (for example, in Blacks, Whites and Asians, or "Negroid", "Caucasoid" or "Mongoloid"). Modern genetics have proved that there are no genes which are specifics to only Blacks, or only Whites, etc.[1] Furthermore, they show that intra-group differences exceed inter-group differences: members from the same geographical population may biologically differ more than members from geographically separate populations (blood types differences are one popularly known example).[1]
Thus, race has been redefined as a social construction embedded in history, tradition and self-perception and perception of others. This social meaning is constructed by a variety of means, among which judicial means.[1]"
"Organizations and institutions that put racism into action discriminate against and marginalize a class of people who share a common racial designation. The term racism is usually applied to the dominant group in a society, because it is that group which has the means to oppress others."
Og kanski minna á að gyðingar í þýskalandi voru flestir "þjóverjar" og merg blandaðir frá genetísku sjónarmiði séð...
Svo blandast þetta nottulega við http://en.wikipedia.org/wiki/Xenophobia
"Xenophobia is an irrational fear and contempt of foreigners. It comes from the Greek words ξένος (xenos), meaning "foreigner," "stranger," and φόβος (phobos), meaning "fear." The term is typically used to describe fear or dislike of foreigners or in general of people different from one's self. Racism is sometimes described as a form of xenophobia, but racism has nothing to do with a real phobia. Xenophobia implies knowledge that the target is in some way foreign. The term xenophilia is used for the opposite behavior, attraction to or love for foreign persons"
hth (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 16:00
Ástæðan fyrir öllum þessum fáránlega gusugangi í málefnum innflytjenda er náttúrlega öllum ljós sem vill opna augun. Upphafsmenn voru af öðru pólitísku litrófi en ákveðnum pólitíkusum hugnaðist. Svona umræða hafði ekki heyrst lengi og hún vakti ótta og í kjölfarið heimskuleg viðbrögð og hættuleg. Hvergi hef ég séð það í varnaðarorðum talsmanna Frjálslynda flokksins að útlendingar séu vandamál vegna þess að þeir séu af öðru og óæðra þjóðerni en við sem fyrir erum. En þegar þeir Jón M. og Magnús Þór hófu umræðuna stóð Frjálslyndi flokkurinn í viðkvæmu uppgjöri innbyrðis eins og öllum er kunnugt. Þá greip um sig meðal andstæðinga floksins Gissurs Þorvaldssonar heilkennið: Þegar hann kom að Sturlu Sighvatssyni föllnum í Örlygsstaðabardaga greip hann eggvopn sitt og sagði: "Hér skal ég að vinna". Hljóp síðan í loft upp svo sá í iljar og hjó hinn fallna andstæðing í höfuðið. Hverju svona viðbrögð lýsa leggur hver mat á fyrir sig og má þá oftar en ekki merkja nokkuð af þeirri niðurstöðu um gáfnafar og göfugleik.
Innflytjandi sem einsaklingur getur orðið samfélaginu vandamál. Það getur líka fermingarbarnið okkar orðið þegar á ævina líður enda þótt það sé af "góðum íslenskum ættum". Það er eins víst að flest af því fólki sem nú er að festa rætur í samfélaginu verði góðir og gildir borgarar. En þessi örþjóð sem við Íslendingar erum, verður að horfa til þeirrar reynslu sem frændþjóðir okkar eru nú að bregðast við og við höfum ríkar skyldur að rækja við gesti okkar jafnt og okkur sjálf í því efni öllu. Alúðarkveðjur!!!
Árni Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 16:03
Mitt áhugamál er að fólk í Afríku fari að hafa það svo gott að engum detti í hug að brenna af sér fingraförin til að geta sótt í annað skipti um hæli í Evrópu.
Hugmyndin um frjálsa flutninga vinnuafls innan ESB gengur út á að jafna lífsgæðin innan Evrópu, þetta er falleg hugsjón og framkvæmanleg en það vantar meiri stuðning almennings. Það væri gott ef þetta gerðist yfir allan heiminn en það mun því miður taka lengri tíma.
Annars hljómar þessi umræða gegn álverum þannig að mengun eigi bara heima í þriðja heiminum en ekki á hinu hreina Íslandi. Ég er hræddari við þessa fáguðu framsetningu á viðhaldi misskiptingar lífsgæða en upphlaupi fólks sem er hrætt við innflytjendur. Er þetta kannski hinn raunverulegi "rasismi"?
Kveðja
Gaui
Guðjón I. Guðjónsson (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 16:48
Tek alveg undir með grein þinni, Páll. Fer nú að lesa athugasemdirnar, það er fjör hérna á þínum slóðum.
Jón Valur Jensson, 2.4.2007 kl. 19:38
Ég sé ekki betur en að Páll hafi rangt fyrir sér að þessu sinni. Einhverjar bollaleggingar eru á ferðinni um að útlendingar skapi vandamál. Og það er vitnað í einhver vandamál í öðrum löndum. Gott og vel.
Ef útlendingar eru vandamál, og hlutfallslega fleiri útlendingar eru hér heldur en á öðrum Norðurlöndum, ættu þá ekki að vera meiri vandamál hér en þar?
Hver verða kjör verkafólks og iðnaðarmanna á Íslandi ef það verður atvinnuleysi? Þau verða, líkt og nú, þau sömu og þeir semja um í frjálsum samningum við vinnuveitendur sína. Er það ekki rétt?
Við erum tímabundið í því umhverfi að uppgangur hér er mikill. Á sama tíma er mikil fátækt í nýjum ríkjum EES. Þetta passar ágætlega saman. Vinnuaflið sem okkur vantar, kemur til landsins og skapar hér verðmæti. Svo jafnast þetta út þegar fjárfestingar í hinum nýju Evrópusambandsríkjum gera lífskjörin þar sambærileg og hér.
Mansal kemur ekki með útlendingum. Íslendingar hafa keypt hingað útlenskar konur í tæpan áratug og látið þær dansa nektardans, stunda vændi eða selja kampavín og stunda samræður á "rúmensku".
Nauðganir þekktust hér áður en Pólverjarnir komu. Sama á við um aðra glæpi. Það er tiltölulega nýtilkomið að útlendingar séu hér í fangelsum. Á sama hátt eigum við nokkra fulltrúa í fangelsum víða um heiminn.
Atkvæðaveiðar Frjálslynda flokksins eru engan vegin á ný mið. Erlendis hafa komið upp hópar manna sem hafa viljað verða pólitíkusar og farið einmitt þessa leið til að sækja sér nokkur atkvæði. Það er gott og blessað. Þótt mér þyki þetta lágkúrulegur leikur, þá dæmir hann þá sem hann stunda, og ég held að það skipti ekki svo miklu hverjir sitja á þessu blessaða Alþingi sem nýtur þverrandi trausts þjóðarinnar.
Hreiðar Eiríksson (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 21:47
Þetta er jarðsprengjusvæði. Ég hætti mér bara inn til að spyrja einnar spurningar. "Getum við hugsanlega ,bara hugsanlega, lært eitthvað af nágönnum okkar í þessum efnum?" Þeir hafa meiri reynslu. Bara lært eitthvað smá...
Hafliði, 2.4.2007 kl. 22:16
Þetta er jarðsprengjusvæði. Ég hætti mér bara inn til að spyrja einnar spurningar. "Getum við hugsanlega ,bara hugsanlega, lært eitthvað af nágrönnum okkar í þessum efnum?" Þeir hafa meiri reynslu. Bara lært eitthvað smá...
Hafliði, 2.4.2007 kl. 22:18
Auðvitað eru Íslendingar rasistar. Banna gulu fólki að flytjast hingað en leyfa Evrópubúa, helst hvíta. Þú færð ekki lengur atvinnuleyfi fyrir svarta svertingja frá Afríku til að þrífa íslensk klósett.
Björn Heiðdal, 2.4.2007 kl. 22:57
EES-samningurinn er s.s. rasískur? Veit ekki betur en að svartir brezkir ríkisborgarar t.d. geti allt eins komið hingað til starfa og hvítir.
Hjörtur J. Guðmundsson, 3.4.2007 kl. 08:35
Síðan hvenær er "við og þeir" eitthvað vont? Afhverju er það vont að vilja varðveita genin okkar, málið okkar og hefðir? Er ég þá rasisti?
Ef við tökum Bandaríkin sem dæmi, þá mega svartir, suður Ameríkanar, asíubúar og allir aðrir af öðrum kynþætti en hvítum viðahalda menningu og tungu heimalands síns á Bandarískri jörðu.
Svartir Bandaríkjamenn eru stoltir af afrískum uppruna sínum, og eru ýmsir hátíðsdagar í Bandaríkjunum einmitt tengdir þessu stolti. En hvað með hvítt fólk? Það skal sko engum hvítum manni vogast að vera stoltur af því að vera hvítur, þá er hann rasisti! Það skal sko enginn hvítur maður tala um afrek hvíta mannsins, af því þá er hann rasist, einungis má tala um afrek annara kynþátta! Undan hverjum er annars rokkið runnið?
Á meðan við hugsum svona, að allir aðrir nema við eigum rétt á að eiga okkar eigin menningu og tungu, þá endar þetta þannig að Íslendingar verða ekki lengur til.
Vinstrilubbarnir tala alltaf um sterkt fjölmenningarsamfélag, en hvernig endar þetta fjölmenningarsamfélag? Á endanum verðum við öll alveg eins, kaffibrún og talandi útúrslettað hálf-Íslensku. Sér einhver mótsögnina í þessu?
Atli (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 17:54
Sko, vandamálið við auglýsinguna er ekki að hún innihaldi beint kynþáttahatur eða rasisma. Vandamálið er að hún elur á kynþáttafordómum og eggjar áfram menn eins og Atla hér að ofan sem eru ekki einungis rasistar, heldur m.a.s. stoltir af því. Frjálslyndiflokkurinn er með auglýsingum eins og þessum að gera fiska á gruggugum atkvæðamiðum sem getur verið stórhættulegt.
Auglýsingin er full af rangtúlkunum, oftúlkunum og hálfsannleik sem er í besta falli tækifærissinnaður. Fyrirsögnin er t.d. einfaldlega röng, það hefur ekkert land leyft óhindraðan aðgang erlends vinnuafls. Vissulega leggja fólksflutningar milli svæða ákveðna pressu á velferðakerfið, en innflytjendur leggja ekkert meiri pressu á velferðarkerfið heldur en flutningur fólks til Reykjavíkur af langsbyggðinni. Vissulega koma ný vandamál vegna tungumálaerfiðleika, en við því verður einfaldlega að bregðast. Framsetning frjálslyndra ýtir undir þá kolröngu skoðun að velferðarkerfið sé að halda uppi her innflytjenda sem leggist á velferðarkerfið okkar. Það er þvæla, innflytjendur leggja miklu meira fram til velferðarkerfisins en þeir fá frá því, enda er atvinnuleysi innflytjenda nær óþekkt. Þeir koma hingað til að vinna. Varðandi undirboð á launum, þá er þetta gömul klisja, svona var talað um faranverkafólk sem fór landshlutanna á milli, svona var talað um aðkomu kvenna að vinnumarkaðinu (konurnar myndu undrbjóða karlana þar sem þær þyurftu ekki að sjá fyrir fjölskyldu eins og mennirnir, o.sv.fr.) Lausnin er einfaldlega samtakamáttur verkafólks til að hámarka laun sín, ekki að reyna að etja einum hópi verkafólks gegn örðum eins og frjálslyndir eru að gera. Því er ég ósammála innleggi Páls, þó vissulega geti verið rétt að margir frjálslyndir séu ekki rasistar, og vissulega sé rétt að beinn rasismi komi ekki fram í þessari auglýsingu, þá eru frjálslyndir viljandi að kynda undir útlendingafordómum með þessu.
Guðmundur Auðunsson, 4.4.2007 kl. 11:55
Ég er rasisti af því ég er stoltur af því að vera hvítur?
Myndiru segja það sama um svartan mann, ef hann væri stoltur af því að vera svartur?
Atli (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 13:17
Ég ætla bæta smá hérna við:
Ég er enginn rasisti. Ég hata engan, og ég myndi ekki byggja hatur minn á manneskju útfrá útliti hennar. En mér er annt um málið mitt og hefðir.
Ég geri mér alveg grein fyrir mikilvægi erlends vinnuafls. En ég geri mér líka grein fyrir að frasar eins og "Þeir koma hingað og vinna vinnuna sem aðrir Íslendingar vilja ekki vinna" hafa við lítil rök að styðjast líka. Ef þessi störf sem hinn almenni Íslendingur vill ekki taka að sér er ómannað, þá annaðhvort leggst það af eða vinnuveitandinn lofar hærri launum uns það finnst manneskja í starfið. En við þurfum erlent vinnuafl samt sem áður, en ef við tökum á móti svona mörgum þá gerir það ekkert annað en að draga niður laun annarra.
En megin ástæðan afhverju ég er á móti svona miklu streymi útlendinga hingað er útaf, eins og ég hef sagt oft áður, tungumálinu, hefðinni og gegnunum. Ég þori að veðja um leið og þú last "genunum" þá komu upp orð í hausinn á þér á borð við "rasisti" og "kynþáttahatari."
Sérðu mótsögnina í þessu, kynþáttahatari? Eftir 50 ár þá verður ekki tilþessi hvíti kynþáttur lengur á Íslandi, útaf því að fólk eins og þú lést hann hverfa. Ertu þú kynþáttahatari?
Hérna er Harvard rannsókn sem þú ættir að kynna þér:
http://economistsview.typepad.com/economistsview/2006/10/diversity_and_t.html
Hérna er rannsókn sem Bandarísk stjórnvöld gerðu. Hún sýnir hvernig hvíti kynstofninn er smá saman að hverfa þar í landi.
http://www.census.gov/Press-Release/www/releases/archives/population/001720.html
Þú verður að gera þér grein fyrir, að þessi norrænu gen okkar, eru flest öll víkjandi fyrir genum annara kynþátta.
Lestu þetta líka:
Segregation of Minorities Remains High:
http://www.albany.edu/news/releases/2001/CensusSeg.html
http://www.sciencedaily.com/releases...0525105357.htm
http://www.newscientist.com/article.ns?id=dn4388
http://www.timesonline.co.uk/tol/new...icle592231.ece
Þú sérð, að það er okkur eðlislægt að hópa okkur saman eftir kynþætti. Að þrýsta okkur saman leiðir bara til vandræða. Þar er sem dæmi hægt að taka Bandaríkin, ég get sent hingað fleiri hlekki ef þú vilt sannanir um það.
og nei... Ég ætla ekki að kjósa Frjálslynda, svo það þýðir ekkert að kenna þeim um að ég sé "kynþáttahatari."
Hérna er að lokum fleiri hlekkir ef þig langar að opna augun þín en frekar:
http://news.bbc.co.uk/2/hi/science/nature/6174510.stm
http://www.eurekalert.org/pub_releas...-gvw112006.php
http://www.news-medical.net/?id=9530
Takk fyrir mig.
Atli (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 13:57
Þetta er orðin fráleit umræða um kynþáttahatur, maður má ekki opna munninn án þess að vera kallaður rasisti eða þaðan af verra.
Ég (og aðrir) erum í fullum rétti til að vera stolt af hefðum okkar og litarhætti. Það að vera það þýðir ekki að litið sé niður á aðra. Ég tek undir það sem Atli skrifar hér að ofan, við eigum að gæta okkar hefða og gena, að sama skapi vil ég að aðrar þjóðir gæti sinna hefða og gena. Hefur akkúrat ekkert með rasisma að gera.
Það er orðið yfirgengilega dapurt ef ekki má ræða þessa hluti án þess að fá á sig stimpilinn "rasisti"
Baldvin (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 14:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.