Fimmtudagur, 5. mars 2015
Samfylking: fellum niður skuldir félaga Guðmundar
Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar á hauka í horni í þingliði Samfylkingar. Árni Páll lætur til sín taka á alþingi í málflutningi fyrir Guðmund sem er í málaferlum við Lánasjóð íslenskra námsmanna.
Guðmundur og fjölskylda töpuðu málinu í héraði en nú skal hlutur hans réttur á alþingi.
Virðing þjóðþingsins eykst ekki þegar launaðir fulltrúar almennings eyða kröftum sínum í að sinna einkamálum félaga sinna.
Komið á í tíð síðustu stjórnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hárrétt kæri Páll. Alþingi setur niður við svona.
Dr. Vilhjálmur Örn var svo vinsamlegur að finna fram fyrir okkur heimasíðu tannlæknisins ógjaldfæra í Florída og geta menn séð hann hér :
http://www.thepremiersmile.com/the-premier-team/dr-neil-hermannsson/
STEINGRÍMSSONURINN SEM NEITAR AÐ GREIÐA NÁMSLÁNIN SEM ÍSLENSKIR SKATTGREIÐENDUR EIGA ÞÁ VÍST AÐ GREIÐA FYRIR HANN AÐ ÞVÍ ER VIRÐIST - FAÐIR HANS MUN ALDREI HAFA GREITT DÓMSSÁTTINA Í GRÆNU-BAUNAMÁLINU AÐ SÖGN FRÓÐRA
.
.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 5.3.2015 kl. 13:13
Páll.. það er ekki hægt að breyta lögum afturvirkt með slíkum hætti
Jón Bjarni, 5.3.2015 kl. 14:30
Svo eru 7999 aðilar aðrir sem hafa erft lín ábyrgðir - hvað á svona þvættingur að þýða?
Jón Bjarni, 5.3.2015 kl. 14:32
Jón Bjarni, Guðmundur ætlar að áfrýja til Hæstaréttar. Ef alþingi breytir lögunum núna, til að mæta þörfum hans, bætir það stöðu Guðmundar í Hæstarétti.
Páll Vilhjálmsson, 5.3.2015 kl. 14:41
Það kom fram í umræðunum a þingi að þessi lög voru sett 2009. Virðist sem Árni Páll hafi ekki vitað meira hvað hann væri að gera á þingi þá frekar en núna.
Ragnhildur Kolka, 5.3.2015 kl. 15:48
Nei Páll.. það gerir það ekki..
Heldur þú að ef ég væri tekinn fyrir of hraðan akstur og fengi fyrir það dóm að ef hámarkshraðinn yrði síðan hækkaður að þá gæti ég ætlast til þess að fá sýknun í Hæstarétti?
Jón Bjarni, 5.3.2015 kl. 17:33
Varla trúir þú því að í réttarríki þá geti löggjafi sem er ósáttur við dóm á fyrsta dómstigi bara breytt lögunum og þannig fengið annan dóm í næsta dómstigi?
Jón Bjarni, 5.3.2015 kl. 18:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.