Kærleikurinn í kuklinu

Trú, von og kærleikur er þríeinn boðskapur kristni og svarar ákalli fólks í okkar heimshluta, sem býr að þörf fyrir slíkt.

Trú, von og kukl, sem Kastljós fjallaði um í gær, skortir kærleika.

Kærleikur hverfur um leið og hann fær verðmiða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þess má til gamans geta að kristni kostar íslenska ríkið einhverja 4 milljarða á ári hverju.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 4.3.2015 kl. 13:24

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Kristni og kirkja er ekki alveg það sama, Hjalti Rúnar.

Páll Vilhjálmsson, 4.3.2015 kl. 13:39

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þjóðkirkjan ætti að einbeta sér meira að 1 aðal-miðju í sinni starfsemi þar sem að fremstu hugsuðir landsins í trú og heimspeki gerðu ekkert annað en að leita lausna á lífgátunni saman fyrir opnum tjöldum og að almenningur mætti spyrja "öldungana" og ætti vön á svörum sem mætti rökræða í rólegheitum.

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/#entry-1513510

---------------------------------

Þjóðkirkjan er of föst í helgihaldi, löngum einstefnu-ræðum og söngli.

Jón Þórhallsson, 4.3.2015 kl. 13:50

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Því má bæta við að kristni svarar ekki bara „ákalli fólks í okkar heimshluta". Kristni er fjölmennustu trúarbrögð heims og er einnig í mestum vexti. Vöxtur kristni er mestur utan vesturlanda.

Wilhelm Emilsson, 4.3.2015 kl. 21:49

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Getum við þá bara ekki sleppt kirkjunni Palli fyrst hún og kristnin eru aðskilin fyrirbrygði?

annars botna ég orðið lítið í þér síðustu misserin. Ertu að segja að þessir loddarar sem eru að hagnast á dauðvona fólki séu að öessu á kristnum kærleiksforsendum?

Jón Steinar Ragnarsson, 4.3.2015 kl. 23:40

6 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Nei, ég er ekki að segja kukl sé kristni, Jón Steinar, heldur hitt að trú og von séu tilfinningar sem kuklarar höfða til.

Og jú, Wilhelm, ábyggilega vex kristni meira utan vesturlanda en innan. Punkturinn var að trúin sem okkur er töm byggir á þrennunni trú, von og kærleika.

Tónninn sem ég reyndi að halda í færslunni er sá að þegar fólk stendur frammi fyrir lífi og dauða er trúin haldreipi. Kuklarar notfæra sér þetta og eru einatt með tilvísanir í hið yfirnátturulega og/eða einhverja fyrnsku um kunnáttu horfinna menningarheima að glíma við sjúkdóma.

Páll Vilhjálmsson, 5.3.2015 kl. 06:30

7 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir svarið, Páll. Það er hárrétt hjá þér að trúin er haldreipi, en því miður eru óprúttnir aðilar sem geta notfæra sér það, eins og þú bendir á.

Wilhelm Emilsson, 5.3.2015 kl. 07:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband