Miðvikudagur, 4. mars 2015
Kukl, von og trú
Læknar vinna samkvæmt reglum og viðmiðum vísinda, sem hvorki eru fullkomin né geyma endanlegan sannleik. Persónulegt dæmi: þegar faðir minn glímdi við blöðruhálskrabbamein fyrir nokkrum árum fór hann á kvenhormónakúr. Læknirinn sem meðhöndlaði hann ráðlagði skömmu seinna að þessum kúr yrði hætt enda sýndu nýjar rannsóknir að kvenhormón virkuðu ekki á þessa tegund krabbameins.
Á hverjum tíma vinna læknar af bestu getu að því að lækna fólk. Heilbrigðisvísindin leggja þeim til þekkingu og búnað sem beitt er á sjúkdóma fólks.
Von og trú koma ekkert við sögu hjá læknum, það er ekki þeirra svið (nema, auðvitað, geðlækna). En von og trú er manninum eðlislæg og því nærtækari sem örvæntingin er meiri.
Kuklarar nýta sér þessa innréttingu mannsins og gera út á örvæntinguna.
Kastljós þvældi veiku fólki um bæinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það má yfirfæra þessa trúgirni á trúarbrögðin líka. Því meiri sem örgbyrgð þjóða er, því hærra hlutfall sem trúir á einhversskonar yfirnáttúru. Hvorugt stenst nánari skoðun enda eru trúarbrögð flokkuð með kuklinu af fólki með gagnrýna rökhugsun.
Reputo, 4.3.2015 kl. 10:57
Ruputo,má ég spyrja þig hvort þú hafir einhverntíma trúað á guð og guðsson?Flestir vilja helst ekki opinbera trú sína,en biðja svo guð að hjálpa sér,þegar mikið bjátar á. Hver kannast ekki við að sveiflast frá trúleysi til trúar á löngum tíma lífs síns.Eða þá að geta alls ekki hrópað hallelúja í hópi trúaðra,en biður til guðs í einrúmi. Guð kristinna manna boðar þeim að breiða út fagnaðarerindið,það er kirkjan og þjónar hennar,sem hafa veg og vanda að því.Ekki fjarri lagi að góðærin undanfarin ár,hafi magnað upp sjálfhverfu manna. Svo bar við fyrir rúmum 13 árum að dóttursonur minn var skorinn upp í Boston,vegna gats á hjarta.Áður hafði hann (8,daga gamall) gengist undir skurðaðgerð hér heima,þar sem ósæð var snúið. Eftir aðgerð lá hann lengi án þess að örlaði á batamerkjum.Þar kom að læknir hans,sem gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana,sagði foreldrum hans að meira væri ekki hægt að gera,einungis spurning hversu lengi þau vildu,að hann væri í tækjunum sem héldu honum á lífi.-Guð heyrði bæn okkar-á þeim tíma sem hjarta hans bærðist enn- sneri hann til lífsins. Læknar voru spurðir hvort þeir ættu einhverja læknisfræðilega skýringu á viðsnúningi drengsins til lífsins. "No its a miracle"
Helga Kristjánsdóttir, 4.3.2015 kl. 14:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.