Þriðjudagur, 3. mars 2015
Kastljós, kukl og sala á sjónvarpstíma
Kastljós varpaði ljósi á sölumenn sem selja kukl til að lækna ólæknandi sjúkdóma. Umfjöllun Kastljóss er unnin í samvinnu við formann MND-félagsins.
Umfjöllunin hófst í gær með ítarlegri frásögn af nokkrum þeim sem glíma við sjúkdóminn. Rauði þráðurinn í þeirri umfjöllun var að stórbæta þurfi þjónustuna við MND-sjúklinga og kaupa nýrri og betri tæki handa þeim.
Í Kastljósþætti kvöldsins kom fram að undirbúningur að þessari umfjöllun hafi byrjað í desember síðast liðnum. Þátturinn i kvöld var annars helgaður sölumönnum kuklsins og þeir afhjúpaðir með aðstoð falinna myndavéla.
Viðskiptamódel Kastljóss er þetta: Kastljós gerir samning við forsvarsmenn MND-félagsins um að afhjúpa kuklara - enda er það gott sjónvarpsefni - en á móti fá MND-sjúklingar sjónvarpstíma til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.
Ef Kastljós fær verðlaun fyrir þessa frammistöðu er álitamál hvort þau ættu að koma frá Blaðamannafélaginu eða Félagi almannatengla.
Lögbannskröfunum hafnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, það má glögglega sjá hjá þér að RUV er ekki viðbjargandi heldur óalandi og óferjandi. Leyfir MND sjúklingum að "koma sjónarmiðum sínum á framfæri" á kostnað almennings eða fyrir peninga sem fást fyrir áhorf og auglýsingar vegna þess að þetta er "gott sjónvarpsefni" sem er auðvitað hneyksli
Ómar Ragnarsson, 3.3.2015 kl. 20:59
Ómar, það getur ekki verið rangt að upplýsa um þetta viðskiptamódel Kastljóss.
Páll Vilhjálmsson, 3.3.2015 kl. 21:08
Undarlegur þankagangur höfundar, -sjúklegur- liggur mér við að segja, er það eina sem þessi bloggfærsla upplýsir lesandann um.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.3.2015 kl. 21:48
Það vantar klárlega pendúl á þessar samsæriskenningar.
Guðmundur Ásgeirsson, 3.3.2015 kl. 21:51
Þátturinn í gær, Guðmundur, tengdist ekkert þættinum í kvöld. Þátturinn í gær var málflutningur í þágu MND-félagsins, þar sem ekki var reynt að koma með sjónarmið heilbrigðisstarfsfólks né varpa ljósi á umfang sjúkdómsins, t.d. í samanburði við aðra sjúkdóma né heldur var fjallað um kostnaðinn við þau tæki og tól sem félagið telur skjólstæðinga sína þurfa; í stuttu mái þá var þátturinn í gær eins og unninn af almannatengli MND-félagsins.
Í kvöld fengum við svo að sjá hvað Kastljós fékk í staðinn; afhjúpun á kuklurum með aðstoð forsvarsmanna MND-félagsins.
Hér þarf engar samsæriskenningar. Kastljós sá sjálft um að útskýra viðskiptamódelið sitt.
Páll Vilhjálmsson, 3.3.2015 kl. 22:03
Kaldhæðni skilar sér greinilega ekki vel í rituðu máli.
Guðmundur Ásgeirsson, 3.3.2015 kl. 22:10
Jamm. Vonda, vonda vinstri-Rúv.
Ótrúlega heimskuleg samsæriskenning en passar eins og flís við rass höfundarins.
Jack Daniel's, 3.3.2015 kl. 23:27
Ömurleg skrif PV , en ekki nýlunda.
Eiður Svanberg Guðnason, 4.3.2015 kl. 09:53
það er öllu venjulegu fólki fyrirmunað að skilja hvað fer fram í toppstykkinu á öfgahægrimönnum. Maður er skák og mát eftir þennan lestur, hvað er eiginlega í gangi hjá höfundinum??
Óskar, 4.3.2015 kl. 18:50
Hvaðan kemur þessi "penni" Páll? Dökkblátt blekið, þykkt af biturð og fyrirlitningu, sem vægir engum.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 4.3.2015 kl. 23:49
Eru ekki mestu öfgarnir hér frá því fólki sem setur inn athugasemdir?? Ekki ein einasta málefnaleg athugasemd hvorki frá fyrrum starfsmönnum RUV né öðrum . Hressandi pistill frá Páli !
Jóhann Hannó Jóhannsson, 5.3.2015 kl. 10:09
Mér fannst allt í lagi að fletta ofan af svona svikurum þó með klækjum sé. Ég set hins vegar stórt spurningarmerki við Kastljósþáttinn sem fjallað var um fjársöfnun vegna stofnfrumumeðferðar. Þar vantaði alla faglega umfjöllun og gagnrýni
Þóra Guðmundsdóttir, 5.3.2015 kl. 14:58
Ég tek undir skrif Páls, en afhjúpunin var það mikilvæg að ég get ekki gagnrýnt Kastljósið fyrir þetta.
En eftir stendur að Kastljósmenn nota viðskiptamódel og það er umhugsunarefni. Hvað ef þáttastjórnendur nota viðskiptamódelið sjálfum sér í hag? T.d. umfjöllun þeirra um álverið á Reyðarfirði?
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.3.2015 kl. 15:26
Hér í gamla daga fletti Kastljós RUV ofan af svikum og prettum varðandi skurðlækningaferðir með dauðvona fólk til Filippseyja.
Gert var samkomulag við starfandi töframann til að framkvæma svona "uppskurð" í Sjónvarpssal.
Hann fékk þjóðfrægð og heilmikið að gera fyrir bragðið, enda voru þessir glæpir gagnvart auðtrúa fólki kveðnir niður. Þetta var gott sjónvarpsefni og þarft.
En ´hér talið spilling vegna þess að sjá megi #viðskiptamódel" út úr því.
Ómar Ragnarsson, 5.3.2015 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.