Þriðjudagur, 3. mars 2015
Stórflótti vinstrimanna frá ESB
Jón Baldvin Hannibalsson segir það; Stefán Ólafsson einnig og Katrín Jakobsdóttir fetar sömu slóð: Ísland er ekki á leið í Evrópusambandið í fyrirsjáanlegri framtíð.
Íslenskri vinstrimenn eru ekki einir um að yfirgefa Evópusambandið. Þingmaður Syriza í Grikklandi skrifar í Guardian að eini möguleikinn á mannsæmandi lífi er utan evrunnar.
ESB-sinnar á Íslandi geta ekki leitað til hægri eftir stuðningi. Leiðari Viðskiptablaðsins tók af öll tvímæli um staðfesta óbeit á evrunni.
Athugasemdir
Kannski eru þingmenn Syriza farnir að sjá ljósið en formaðurinn er kominn á hnéskeljarnar og kyngir nú öllum kosningaloforðunum. Sarkozy les í stöðuna og bendir tilvonandi kjósendum Front Lational á fordæmið sem Syraze er að senda flokkum á útkantinum.
Ragnhildur Kolka, 3.3.2015 kl. 18:59
Ef Samfylking og VG virðast vera að taka sönsum í ESB-málinu, þá er það í besta falli svikalogn. Samfylking hefur lagt of mikið undir til að geta nokkurn tímann bakkað, nema þá með taktískt og tímabundið undanhald. Og VG eygja ekki annan möguleika á ríkisstjórnarsamstarfi heldur en með Samfylkingunni og munu því ekki halda þessu máli til streitu. Það er merkilegt hvað Evrópusambandssinnum - og hægrisinnuðum ESB-andstæðingum - hefur tekist að selja þá hugmynd að ESB sé málstaður sem vinstrimenn eigi að fylkja sér um en hægrimenn að forðast. Vinstriandstaðan gegn ESB er allt annars eðlis en hægriandstaðan gegn því. Ég var að reifa málið stuttlega í pistlinum "Aðild að þrotabúi". Lesið hann.
Vésteinn Valgarðsson, 5.3.2015 kl. 00:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.