Laugardagur, 28. febrúar 2015
Kennarar hafna sósíalísku launakerfi
Kennarar höfnuðu með afgerandi hætti, 53% gegn 44%, sósíalískri jafnlaunastefnu sem forysta framhaldsskólakennara lagði fyrir stéttina. Allir kennarar, án tillits til vinnuframlags, áttu að fá sömu kauphækkun.
Í forystu kennara eru landsþekktir vinstrimenn og þér létu pólitíska hugmyndafræði villa sér sýn: sumir kennarar vinna meira en aðrir og þeir eiga að fá laun samkvæmt því.
Í grófum dráttum er skiptingin þessi: íþrótta- og verknámskennarar vinna nær alla sína vinnu í kennslustundum. Bóknámskennarar vinna töluverða vinnu utan kennslustunda en fá ekkert borgað fyrir þá vinnu.
Bóknámskennarar eru vitanlega ekki sáttir við að fá ekki greitt fyrir vinnu utan kennslustunda. Þeir eru fjölmennasti hópurinn í stéttinni.
Raunhæft væri að bóknámskennarar fengju 15-20 prósent hækkun launa en íþrótta- og verknámskennarar 5-10 prósent.
Forysta framhaldsskólakennara verður að átta sig á að marxismi var urðaður á síðustu öld.
Búa sig undir samningaviðræður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Páll, þú hefur greinilega ekki hugmynd um hvað þú ert að skrifa. Því fer víðsfjarri að öll min vinna fari fram í kennslustundum.
með kveðju, Baldvin Rafiðnakennari.
Baldvin Björgvinsson, 28.2.2015 kl. 12:56
Rétt Baldvin, ég er ekki sérfræðingur í þér.
Páll Vilhjálmsson, 28.2.2015 kl. 13:00
Það verður athyglisvert að sjá þegar nýja styttra framhaldsskóla námið byrjar hvort bóknámskennarar verði ekki sáttir við þessa 10% hækkun.
Styttra nám = færri kennarar.
Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 28.2.2015 kl. 19:11
Hvar er lögmálið um framboð og eftirspurn hjá hægrimanninum?
Sigurjón Þórðarson, 28.2.2015 kl. 20:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.