Laugardagur, 28. febrúar 2015
RÚV og Kjarninn búa til lögbrot
RÚV og Kjarninn eru í lögguhasar þar sem Kjarninn er málpípa karla innan lögreglunnar sem þola ekki að hafa konu sem yfirmann - og RÚV endurvarpar hasarfréttum Kjarnans.
Þeir sem eru sæmilega læsir vita að þegar einhver styðst ekki ,,við viðhlítandi heimild," eins og það er orðað í úrskurði Persónuverndar þá felur það ekki í sér lögbrot.
Lögbrotið er tilbúningur á tveim fréttadeildum vinstrimanna.
Vinstrimenn dunda sér nú um stundir að flæma konur úr opinberum embættum. Öðruvísi mér áður brá.
Gerðist ekki brotleg við lög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það virðist vera opin símalína milli lögreglunnar og Kjarnans. Það vekur upp spurningu um Hver eiga að rannsaka leka sem berast frá lögreglunni?
Ragnhildur Kolka, 28.2.2015 kl. 10:44
Þið vitið það að Hjalti Harðarson er framkvæmdastjóri Kjarnans. Hörður Jóhannesson, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu er pabbi hans.
Kristján Jón Sveinbjörnsson, 28.2.2015 kl. 10:52
En finnst ykkur ekkert að því að yfirmaður lögreglunnar í Reykjavík gerir sig í besta falli seka um hirðuleysi? Hún hlýtur að hafa vitað allan tímann sem málið var í rannsókn hver lak og hver gaf lekamanninum upplýsingarnar. Vekur það enga varúðartilfinningu í ykkar huga? Ég kann afskaplega vel við Sigríði, og tel hana vera afskaplega fína manneskju, en fram hjá þessu verður ekki litið og þegar gætt er að því að hún er æðsti yfirmaður lögreglunnar á höfðuborgarsvæðinu, þá má þetta ekki, eftir höfðinu dansa limirnir.
Ég óska henni auðvitað alls góðs, en ég geri mér alveg grein fyrir því að þessa verða henni erfiðir tímar, og hún er að fara í sömu förin og Hanna Birna á sínum tíma. Þið studduð hana líka var það ekki, og hvað gerðist með hana?
Stundum þarf að draga af sér pólitísku gleraugun og hugsa sjálfstætt, eða það er allavega affarasælast. Eigið góðan dag elskurnar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.2.2015 kl. 11:52
Er Hjalti á Kjarnanum að koma pabba sínu að, Kristján Jón Blöndal og Páll Vilhjálmsson?
Er ekki líklegra að það hafi verið framið lögbrot, sem konur fá enga undanþágu frá frekar en karlar sem fremja sama brot.
Lög eru til að fylgja þeim. En það hlakkar auðvitað nú í þeim sem bent hafa á að brot hafi verið framið.
Lögreglustjórar, karlkyns, kvenkyns og hvorugkyns geta ekki gert hvað sem er og verða í starfi sínu að sína frumkvæði í löghlýðni. Það hefur lögreglustjórinn ekki gert. Og ekki er ég vinstrimaður.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 28.2.2015 kl. 12:33
Amen eftir efninu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.2.2015 kl. 13:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.