Föstudagur, 27. febrúar 2015
Múslíma-Jón, Breivik og trúarfantasían
Múslíma-Jón, Mohammed Emwazi, er breskur frá sex ára aldri þegar hann kemur frá Kuwait. Vegna róttækra múslímskra skoðana er hann orðinn viðfangsefni bresku leyniþjónustunnar fyrir tvítugt.
Áður en Múslíma-Jón tók til við að skera fólk á háls í þágu trúarinnar var hann í liði Ríkis íslams í Sýrlandi. Þar hittu hann tveir breskir hjálparliðar og bera honum vel söguna, segja Múslíma-Jón vingjarnlegan og sinna vel veikum vopnabræðrum, þótt hann legði fæð á Bretland.
Bresku hjálparliðarnir vekja athygli á tvennu í fari böðulsins; hann var hégómmlegur, klæddist dýrum fatnaði og bar vopn sem aðeins fáir áttu efni á í Sýrlandi auk þess sem hann var ekki í neinu sambandi við konur.
Ian Buruma gerir samanburð á múslímaböðlum eins og Jóni og norska morðingjanum Andres Breivik, sem deyddi 77 samlanda sína fyrir fimm árum. Hann skrifar
What is striking is how much Breiviks profile the social and sexual failures, the sense of isolation, the conversion, often through the internet, to a grand and empowering cause matches that of jihadi killers. Indeed, Breivik told his police interrogators that he was actually inspired by the fighting spirit of al-Qaida.
Múslíma-Jón og Breivik eiga það einnig sameiginlegt að þrífast á fjölmiðlafrægð, segir Buruma. Og fjölmiðlar taka þátt í leiknum; gera stórstjörnur úr þessum kumpánum sem ekki gagnast konum en leita á náðir trúarfantasíunnar eftir fullnægingu.
Vill að Jihadi John náist lifandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég legg til að við höfnum öllu sem tengist múslimum hér á landi með 1 einföldu NEI á ALÞINGI:
http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1391968/
Jón Þórhallsson, 27.2.2015 kl. 12:30
Kannski ættir að líta í eigin garð Múslima-Páll sem að styður ríkisstjórn sem vil reisa mosku í reykjavík:
http://www.t24.is/?p=5993
Jón Þórhallsson, 27.2.2015 kl. 12:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.