Miðvikudagur, 25. febrúar 2015
Hér er dæmi um fréttafölsun Kjarnans, Þórður Snær
Miðlar sem gefa sig út fyrir að vera hlutlausir en ganga erinda hagsmuna eigenda sinna eða tiltekinna stjórnmálaviðhorfa rjúka einatt upp til handa og fóta þegar þeir eru gagnrýndir og krefja gagnrýnendur um dæmi. Þegar dæmi eru nefnd þegja viðkomandi miðlar gagnrýnina af sér.
Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans er sekur um slíka hegðun. Hann heimtar dæmi um hlutdrægni Kjarnans. Þegar dæmin eru tiltekin, eins og gert var hér í haust undir fyrirsögninni Samfylkingarfréttamennska Kjarnans, sbr. hér að neðan, þagði Kjarninn þunnu hljóði.
Aðeins 13 prósent Íslendinga eru í áhættuhópi vegna fátæktar og félgslegrar útskúfunar. Meðaltalið í Evrópusambandslöndunum er nær tvöfalt hærra eða 24%, eins og segir á bloggi Heimssýnar.
Kjarninn, á hinn bóginn, sver sig í ætt við eignarhaldið og skrifar um hve almenningur hefur það skítt á Íslandi.
Þeir sem lesa upphaflegu heimildina með óbrjáluðum huga sjá í hendi sér að fréttin er ekki hve margir fátækir eru á Íslandi heldur að Evrópa er í fátæktargildru.
Það þýðir ekki fyrir Þórð Snæ að þykjast ekki vita um þessa fréttafölsun í þágu ESB-sinna. Hann er sjálfur höfundur fréttarinnar.
Athugasemdir
"Svo má lengi böl bæta að benda á annað verra."
Ómar Ragnarsson, 25.2.2015 kl. 07:52
Rétt Ómar,
en þessi setning Kjarnans er vissulega klunnaleg:
Hlutfall þeirra Íslendinga sem eru í hættu á að lenda í fátækt eða félagslegri útskúfun er lægra en allra hinna landanna sem Eurostat skoðar. Einungis 13 prósent landsmanna er í áhættuhópnum. Það gera samt sem áður um 40 þúsund manns í samfélagi sem telur um 328 þúsund manns.
Má maður ekki bera saman tölur Páll. "Einungis" 13%in á Íslandi og 24% að meðaltali annars staðar - og ástandið er best á Íslandi í Evrópu. Fátækt er slæm fyrir þjóðir, sama hvar hún og þær eru.
13% er meira en nóg, en samt vilja sumir inn í Evrópudýrðina ESB, þar sem ástandið er sums staðar verra en "Einungis" 13% á Íslandi. Það er nú það skrýtna í fréttinni!
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 25.2.2015 kl. 08:01
Páll,
Hvað gengur þér til?
bara af því þú varst sýknaður seinast fyrir meiðyrði er nú alveg óþarfi að halda áfram að ljúga uppá blaðamenn að þeir séu að falsa fréttir.
Skilur þú hvað orðið FÖLSUN þýðir? Þú ert enginn blaðamaður Páll Vilhjálmsson. Þú ert bara skítakarakter.
Skeggi Skaftason, 25.2.2015 kl. 08:45
Það er vissulega eitthvað soldið broslegt við það, að maður sem hefur stundað hardcore própaganda árum saman fyrir óþverraelítu og öfga-sjalla, - ætli að fara að leiðbeina öðrum um hvernig þeir skrifa í blöð.
Maður er hálfpartinn farinn að vorkenna öfga-þjóðrembingum og hægrimönnum, samanreyrðir í sínu vitleysisprópaganda með gjörsamlega allt á hælunum.
Það er vonandi að menn fái eitthvað kaup fyrir að gera sig svona að fífli og taka að sér hvaða óþrifa- og ógeðisverk sem er.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.2.2015 kl. 10:28
Skeggi og Ómar, væri gaman að sjá akkúrat hvað er þarna rangt sem Páll segir. Ég sé aðeins áhorfandi að þessu sé ykkur aðeins segja að þetta er rangt en engan rökstuðning við þá fullyrðingu.
Mofi, 25.2.2015 kl. 10:58
Í frétt Kjarnans er mótsögn á milli fyrirsagnar og fyrstu setningar í inngangi. Fyrirsögnin er þessi:
Um 40 þúsund Íslendingar í hættu á fátækt eða útskúfun
Fyrsta setning í inngangi er: ,,Tæplega 123 milljónir manna innan Evrópusambandsins voru í hættu á því að lenda í fátækt eða í félagslegri útskúfun á á árinu 2013."
Grunnatriði fréttaskrifum er að fyrirsögn setji fram aðalatriði fréttar og inngangur dýpki og útskýri nánar efni fyrirsagnar.
Í þessari frétt Kjarnans er fyrirsögnin áróður og falsar fréttina, sem er um fátækt í Evrópu enda er upprunalega heimildin með það sem aðalefni. Þórði Snæ gengur það til með fyrirsögninni að búa til veruleika sem ekki er að finna í heimildinni fyrir fréttinni.
Ef það brynni til grunna tíu íbúða fjölbýlishús þá væri hægt að skrifa frétt með fyrirsögninni: Tíu eldhúsinnréttingar brunnu.
En sú frétt væri fölsun þótt flugufótur væri fyrir henni.
Páll Vilhjálmsson, 25.2.2015 kl. 11:09
Páll,
segjum að það gangi mislingafaraldur í Evrópu. 123 milljónir ÆTTU á hættu að fá mislinga í Evrópu. 40 þúsund Íslendingar ættu á hættu að fá mislinga.
Hvoru tveggja er fréttnæmt. Síðari staðreyndi er ekki síst fréttnæm á ÍSLANDI. Frétt sem ættu uppruna sinn utan Íslands myndi augljóslega ekki leggja áherslu á tölurnar fyrir Ísland.
Páll Vihjálmsson "blaðamaður og kennari", sem kennt hefur siðfræði fyrir verðandi blaðamenn í Háskóla Íslands, myndi telja fyrirsögn með síðari staðreyndinni ekki bara síðri frétt, heldur beinlínis FÖLSUN, af því að erlend frétt þaðan sem tölurnar væru fegnar væri ekki að leggja áherslu á Ísland.
Skeggi Skaftason, 25.2.2015 kl. 11:36
Mofi, það er böðulshátturinn sem er rangur hjá Páli.
Hann hefur tekið að sér að gerast böðull eítunnar og öfga-sjalla og böðlast á þjóð sinni lon og don, árum saman, í þágu öfga-sjalla og elítu.
Hann mun hljóta sama sess í íslandssögunni og natansbróðir.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.2.2015 kl. 12:24
Mér sýnist Kjarninn vera nákvæmari en Páll segir, telur upp lönd í staðinn fyrir að vera bara með eitt meðaltal yfir öll lönd í ESB.
Jón Ragnarsson, 25.2.2015 kl. 12:25
Ef ekki finnst verra dæmi um fréttafölsun í Kjarnanum en þetta er miðillinn í góðum málum
Matthías.
Ár & síð, 25.2.2015 kl. 14:38
Fyrirsögnin í frétt Kjarnans er áróður. Fyrirsögnin er ekki útskýrð fyrr en komið er niður í miðja frétt, sem þverbrýtur reglur um fréttaskrif sem mæla fyrir um samhengi milli fyrirsagnar og inngangs. Heimildin fyrir fréttinni er ein og sú heimild sýnir að Ísland kemur fjarska vel út, en fyrirsögnin kynnir allt aðra niðurstöðu.
Skeggi lærði sína blaðamennsku á Þjóðviljanum og þótt margt gott megi segja um þann miðil þá var hann ekki háborg hlutlægrar blaðamennsku.
Páll Vilhjálmsson, 25.2.2015 kl. 15:10
Ómar Bjarki, þú segir: "...maður sem hefur stundað hardcore própaganda árum saman..."
Páll hefur aldrei farið í felur með pólitískar skoðanir sínar. Kjarninn (Þórður Snær) gefur sig út fyrir að vera hlutlaus. Hann er það augljóslega ekki. Í því liggur mikill munur.
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.2.2015 kl. 17:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.