Ríkisstjórnin styrkist, vinstrimenn veikjast

Ríkisstjórnin fær meir stuðning sem heild og ríkisstjórnarflokkarnir sækja í sig veðrið. Stærstu mál ríkisstjórnarinnar hingað til, s.s. leiðrétting á skuldum heimila, féll í kramið hjá þjóðinni og auk þess nýtur stjórnin þess að efnahagsástandið er með þokkalegasta móti, og stórfínt i samanburði við ömurleikann í Evrópu.

Þá hagnast ríkisstjórnin á því að meirihluti vinstrimanna í Reykjavík kann hvorki að reka grunnþjónustu, samanber ferðaþjónustu fatlaðra, né geta vinstrimenn haldið innviðum samfélagsins í lagi eins og glöggt má sjá af ástandi gatna í höfuðborginni.

Almenningar ber saman traust tök ríkisstjórnarinnar á stærstu málum landsstjórnarinnar við lausung og reiðileysi vinstrimanna í Reykjavík og dregur rökréttar ályktanir.


mbl.is 36,4% styðja ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

63,6% eða næstum 2 af hverjum 3 styðja ekki ríkisstjórnina en aðeins 36,4% styðja hana. Hvernig getur það skoðast sem stuðningur við "traust tök ríkisstjórnarinnar á stærstu málum landsstjórnarinnar?

Ómar Ragnarsson, 24.2.2015 kl. 14:55

2 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Það er nú yfirleitt ekki mikið marktakandi á þessu bulli í Páli.

Hjörtur Herbertsson, 24.2.2015 kl. 17:59

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Gleymum því ekki að stórsókn Framsóknarflokksins heldur áfram. Fylgið hefur aukist um heil 0.4%.

Wilhelm Emilsson, 24.2.2015 kl. 19:31

4 identicon

Ekki þarf mikið til að gleðja síðuhafa.

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 24.2.2015 kl. 19:44

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Sjöundi hver maður kýs Samfylkinguna, en samt er henni leyft að ráða í borginni og að halda ESB- umsókn sinni inni. Sjálfstæðisflokkurinn er 70% stærri en sá næststærsti og ætti að vera leiðandi í ríkisstjórninni og að taka við stjórninni.

Ívar Pálsson, 25.2.2015 kl. 00:09

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þannig er það Ivar,en ætti þá 70% flokkur ekki að neyta aflsmunar og framfylgja kosningaloforði sínu?

Helga Kristjánsdóttir, 25.2.2015 kl. 04:46

7 Smámynd: Ívar Pálsson

Jú, Helga, löngu kominn tími til varðandi ESB- umsóknina. En það er víst að hafast.

Ívar Pálsson, 25.2.2015 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband