Mánudagur, 23. febrúar 2015
Ríkið veiti barneignaleyfi
Deilur foreldra um forræði barna kosta tíma og fjármagn opinberra aðila s.s lögreglu, dómstóla og barnaverndaryfirvalda. Aukin íhlutun opinberra aðila í einkalíf fólks sem ekki kann fótum sínum forráð veitir ríkisvaldinu átyllu til afskipta af fjölskyldulífi þegnanna.
Undir þeim formerkjum verður brýnna að fólk sem hvorki kann að velja sér maka né gæta hagsmuna barna sinna geti ekki börn.
Það styttist í orwellskt samfélag þar sem enginn fær að eignast barn sem ekki sannar fyrirfram að vera hæft foreldri.
Ofsóttar flýja til Færeyja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er í raun fáránlegt mál, eða mögulega skelfilegt mál. Það eru konur sem þroska fóstur og bera og fæða barn, en ekki karlar.
Samkvæmt öllum náttúrulögum þá á karlinn engan rétt til umráða yfir barni móðursinnar nema með því að hann styðji með ærlegum hætti við móðurina.
Það eru svo trúarbrögð smíðuð af körlum sem hafa gefið þeim heimildir til að stela börnum frá mæðrum sínum, en ekki náttúru lögmál. .
Hrólfur Þ Hraundal, 23.2.2015 kl. 10:32
Hrólfur, samkvæmt öllum náttúrulögmálum þá á enginn, hvorki karl eða kona, rétt til umráða yfir barni móður sinnar nema sjálfum sér, en samkvæmt lögum ekki fyrr en viðkomandi verður lögráða.
Landfari, 24.2.2015 kl. 00:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.