Fimmtudagur, 19. febrúar 2015
Ólafur Ragnar: krónan og fullveldið bjargaði Íslandi
Ísland gekk ekki í gildru ESB-sinna sem lögðu drög að grísku ástandi þar sem þjóðin sæti landið upp á náð og miskunn Evrópusambandsins.
Ólafur Ragnar Grímsson forseti segir réttilega að krónan og fullveldið björguðu Íslandi frá þeirri eymd sem umlykur Suður-Evrópu.
Án eigin gjaldmiðils og fullveldis til að taka ákvarðanir um ríkisfjármál eru þjóðir dæmdar til skuldafangelsis, líkt og Grikkland.
Íslendingar höfnuðu aðhaldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er alveg á hreinu að Grikkir stofnuðu til sinna skulda sem sjálfstæð þjóð og án þess að EU eða nokkur annar væri að segja þeim að koma sér í þessa stöðu.
Og núna vilja þeir ekki borga, svo einfalt er það.
Teitur Haraldsson, 19.2.2015 kl. 19:42
Staðreyndir og sannleikur vefjast ekki fyrir þessum bloggara frekar en fyrir daginn
Jón Ingi Cæsarsson, 19.2.2015 kl. 21:06
Við heyrðum svipuð rök um okkur Íslendinga, Teitur, þegar verið var að reyna að koma á okkur icesave skuldinni.
Það liggur svo ljóst fyrir að ef við hefðum verið í ESB, með evru sem gjaldmaiðil, haustið 2008, þá hefði aldrei orðið nein deila um icesave, hvorki á Alþingi né meðal þjóðarinnar. Þá hefðum við einfaldlega þurft að bera þá byrgð, vegna sömu raka og notuð eru gegn Grikkjum í dag: Að þeir hafi sjálfir stofnað til sinna skulda!
Gunnar Heiðarsson, 19.2.2015 kl. 21:26
Merkilegt, að þó menn séu með gleraugu,
þá eru þeir samt blindir.
Sigurður Kristján Hjaltested, 19.2.2015 kl. 21:48
LOL.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.2.2015 kl. 22:39
Rétt hjá Ólafi Ragnari. Enda er vitað að nær eina leiðin út úr svona óförum þriggja arma gaffallinn: Niðurfærsla skulda, niðurskurður hjá ríkinu og gengisfelling. Grikkir fengu ekki að fara í það þriðja og þá er atvinnuleysi og stöðnun málið. Þýskir bankar réðu ferðinni og létu grísku þjóðina taka skellinn. Líka þá Portúgölsku og Írsku.
Ívar Pálsson, 20.2.2015 kl. 00:02
Það var einkafyrirtæki sem stofnaði til skulda sem Íslenska ríkið átti svo að greiða með Icesave.
Gríska ríkið stofnaði til sinna skulda með ótrúlega slæmum ákvörðunum í sínum ríkisfjármálum.
Heimskreppan var/er bara heppilegur blóraböggull fyrir Grikki.
Það hefði alltaf komið að skuldadögum.
En þegar svona er komið hefði hjálpað að geta keyrt niður gengið. En þegar svoleiðis er gert verða skuldir í erlendum gjaldmiðli líka mun dýrari og afborganir af þeim.
Teitur Haraldsson, 20.2.2015 kl. 01:09
Það var vissulega ýmislegt að í Grikklandi. Ofboðsleg skuldasöfnun og skatta undanskot hjá efnafólki.
Um tíma var talað um að landið væri gjaldþrota en þeir fengu ekki leyfi til þess .
(Hvernig staða er það að vera gjaldþrota og fá ekki . ??
að vera fastur í feninu og hafa enga leið til bóta árum samann .)
Lánin hafa ekki lækkað þrátt fyrir einhverjar auka lántökur fyrir afborgunum.
Það er ekki verið að hjálpa þeim til við að auka framleiðslu.
Þeir eiga bara að borga og halda kjafti.
En með þetta gríðarlega atvinnuleysi er fátt til ráða ,með alltof hátt gengi sem þeir hafa enga stjórn á
Það eina sem Grikkir vilja er að semja uppá nýtt við sína viðsemjendur þannig að þjóðin geti rekið
sitt þjóðfélag .
Það eru alltaf einhverjir sem misstíga sig. Einstaklingar, fyrirtæki og jafnvel þjóðir.
Fjárfesta of glannalega. Forsendur breytast. Þannig er það og verður.
Það eru erfið spor sem nýkjörin yfirvöldin ganga og næstum knékrjúpa fyrir þýskum yfirvöldum.
Eftir öll þessi ár finnst mér að ESB ætti að sjá að það verður að hugsa málið upp á nýtt.
Annað er sönnun á ómöguleika þessa sambands.
Snorri Hansson, 20.2.2015 kl. 02:36
Grikkir eru auðvita gjaldþrota.
Man nú ekki eftir að hafa heyrt þá sjálfa segja það, nema kannski að núverandi fjármálaráðherrann þeirra sé að gera það?
Málið sem ég lagði upp með er að þetta er ekki EU að kenna.
Það þýðir ekkert að öskra núna og hrópa að Grikkir séu fullvalda þjóð, snúa sér svo við og segja að EU hefði aldrei átt að leyfa þeim að taka lán.
Teitur Haraldsson, 20.2.2015 kl. 07:42
ECB er heldur ekki gjafastofnun sem er sanngjarnt að Grikkir fái að taka út úr að vild.
Teitur Haraldsson, 20.2.2015 kl. 07:45
Vanda Grikkja má útskúra á einfaldan hátt svona:
Grikkir eru neyddir vegna viðskipahafta í ESB til að kaupa þjónustu í þýskalandi sem þeir hafa ekki efni á, til dæmis, bíla tæknivörur og hergögn. Þjóðverjar eru hættir versla í Grikklandi, þeir fara frekar í frí til afríku vegna þess að evran í grikklandi gerir verðlag þar hátt fyrir þeirra smekk.
Stöðu Grikkja innan ESB má í reynd líkja við verkunarrekstur þar sem viðskiptavinurinn ræður verðinu.
Þetta er vitalega allt þeim sjáfum að kenna þeir voru einfaldlega nógu vitlausir til að afhenda ESB völd til að verðleggja vinnu í Grikklandi.
Guðmundur Jónsson, 20.2.2015 kl. 09:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.