Jón Gnarr trúði á Guð árið 2005 - hvað breyttist?

Jón Gnarr skrifað hugvekju í bókina Í dag, um lífið, tilveruna og trúna. Hugleiðingar 366 Íslendinga en bókin kom út árið 2005 og var gefin út af Skálholtsútgáfunni. Jón skrifar árið 2005

Ég hef hitt marga sem segjast ekki trúa á neitt. Trú er fullvissa um eitthvað sem maður vonar. Trú kemur við sögu á hverjum degi. Við trúum því að börnin okkar séu óhult, við séum óhult og dagurinn verði góður. Samt vitum við það ekki. Ef maður trúir ekki á neitt þá er maður sífellt hræddur. Trúlaus maður kemst ekki fram úr rúminu á morgnana. Hann er þunglyndur. Ég setti trú mína lengi vel á annað fólk og gerði það ábyrgt fyrir því hvernig mér leið. Það brást mér. Ég reyndi að kaupa mér öryggi og ró með peningum, flottum fötum og fínum bílum. Ég reyndi að komast í gegnum daginn með áfengi og pillur að vopni. Það var til einskis. Ekkert var nóg. Ég þurfti alltaf meira. Ég reyndi sjálfur að vera Guð. Ég brást. Veraldlegir hlutir gefa manni ekki neitt ef maður á enga trú. Trúin færir mig inn í núið. Og það er besti staður sem ég þekki. Ég breyti ekki fortíðinni og ræð ekki framtíðinni. Núið er það eina sem er. Ég trúi á Jesú Krist. Ég trúi því að hann sé til og hafi verið sá sem hann sagðist vera og muni taka á móti mér þegar ég dey. Hann er besti vinur minn. Þess vegna þarf ég ekki að vera hræddur við neitt. Og Jesús hefur ekki brugðist mér enn.

Núna segir Jón Gnarr að Guð sé ekki til.

Hvað breyttist, Jón?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Líklega hefur hann lesið bókina. Það er oftast ástæða hugsandi manna til að hafna þessu. 

Jón Steinar Ragnarsson, 18.2.2015 kl. 13:18

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ef hann las bókina, Jón Steinar, er ég viss um að við fáum að heyra það fljótlega. Fulltíða maður sem eitt árið segist undir handleiðslu frelsarans en nokkru seinna að guð sé ekki til ætti að sjá sóma sinn í að útskýra ferlið, - ekki síst ef viðkomandi sækist eftir kjöri í opinber embætti.

Páll Vilhjálmsson, 18.2.2015 kl. 15:03

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Jón Gnarr vekur umtal til að auðvelda Bessastaðaförina. Höfðar til trúlausra þessa stundina.

Pistlarnir í eru í þeim eina tilgangi.

Jón Ásgeir vill tryggja sér aðgang að forsetaembættinu.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 18.2.2015 kl. 15:27

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það breytist ýmislegt, td man einn sem var formaður stjórnmálafélags í ákveðnum flokki, hætti því og fékk fóbíu út í þann sama flokk.  Allt er breytingum undirorpið.

Jón Ingi Cæsarsson, 18.2.2015 kl. 16:43

5 Smámynd: Jón Þórhallsson

Af hverju er fólk alltaf að eyða tíma á REYKVÍKINGINN gnarr?

Eins og hans skoðun skipti einhverju máli?

Jón Þórhallsson, 18.2.2015 kl. 17:01

6 Smámynd: Hólmgeir Guðmundsson

Hvað hét aftur myndin þar sem Peter Sellers lék einfeldning sem alist hafði upp án mikilla samskipta við fólk, annað en á sjónvarpsskjá. (Síðasta myndin sem sá mæti leikari lék í). Þegar örlögin henda honum út í veröldina þá bullar hann eitthvað við fólk um jurtir og garða. 

Þetta þykir mörgum hin mesta speki og hann endar sem forseti Bandaríkjanna. Þetta var ágæt mynd, en auðvitað gæti þetta aldrei gerst í raunveruleikanum. Ekki nema kannski á Íslandi.

Hólmgeir Guðmundsson, 18.2.2015 kl. 17:05

7 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Jón Gnarr á eflaust eftir að taka hringinn um öll helstu trúarbrögð heims eins og hann tók rúntinn um stjórnmálaflokkana. Og svo eru allir sértrúarsöfnuðirnir. Nú er hann að gæla við Vantrú. þetta hlýtur að vera liður í að vera svo opinn og heiðarlegur.

Ragnhildur Kolka, 18.2.2015 kl. 17:36

8 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Jón

Myndin sem þú nefnir heitir Being there.

.

https://www.youtube.com/watch?v=FcPQ9gww_qc

.

.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 18.2.2015 kl. 17:48

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Páll. Þú hefur greinilega miklar áhyggjur af góða Guðsmanninum Jóni Gnarr. Kærleiks-umhyggja þín fyrir honum og hans trúarskoðunum, er orðin frekar áberandi.

Hvaða flokka-"Guð" trúir þú mest á hverju sinni, Páll?

Að trúa á dæmisögupersónuna Jesú Krist og kærleiks/friðarboðskap hans, er ekki það sama og að trúa á falstrúboðana sem skýla sjálfum sér og sína vafasömu verkferla á bak við nafn Guðsorkunnar, (almættisorkunnar algóðu).

Að skýla misviturra heimsvaldamanna skepnuverk á bak við síbreytilegar tækifæristúlkanir misviturra kirkju og Kóran ríkjaþjónandi prédikara, er afskaplega fráhrindandi og ruglandi. Eiginlega Guðlasti líkast.

Jón Gnarr er eflaust miklu nær almættinu alvalda, algóða og alvitra, heldur en sumir þeirra sem kenna sig við ýmis falsboðandi valdaöfl trúarbragðaflokkanna Guð-lastandi og Mammon-helteknu.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.2.2015 kl. 17:53

10 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ef Jón Gnarr býður sig fram til Forseta, þá yrði hann ekki fyrsti frambjóðandinn sem skiptir um skoðun varðandi trúmál. Varla eru allir búnir að gleyma setningu Ólafs Ragnars Grímssonar úr viðtali við Elínu Hirst, „Víst trúi ég á Guð, Elín." Ef Jón Gnarr tekur svo rúntinn á stjórnmálaflokka, eins og Ragnhildur Kolka spáir, þá væri Jón líka að fylgja fordæmi nýverandi Forseta. 

Hér er smá upprifjun fyrir þá sem hafa áhuga: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1856952

Wilhelm Emilsson, 18.2.2015 kl. 19:34

11 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

 Ef maður les greinina um tilraun hans númer 2 að trúa þá svarar hans þessu:


Þetta gagnaðist mér ágætlega að mörgu leiti. Ég gerði einlæga og heiðarlega tilraun til að verða trúaður. Ég sökkti mér í lestur trúarrita og bænalesturs, sótti messur að minnsta kosti einu sinni á dag og las Biblíuna frá upphafi til enda. Það var þung og leiðinleg lesning. Ég fór meira að segja og dvaldist í klaustri á Englandi um tíma til að uppfræðast af munkunum. En eins mikið og ég þráði að trúa þá gat ég það ekki. Mér var það fyrirmunað. Hugmyndin um persónulegan guð gengur gegn minni heilbrigðu skynsemi og upplifun og skilningi á heiminum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.2.2015 kl. 19:55

12 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Það er greinilegt ósamræmi í því sem Jón Gnarr segir. Núna segir hann:

En eins mikið og ég þráði að trúa þá gat ég það ekki. Mér var það fyrirmunað. Hugmyndin um persónulegan guð gengur gegn minni heilbrigðu skynsemi og upplifun og skilningi á heiminum.

Árið 2005 skrifar hann: 

Ég trúi á Jesú Krist. Ég trúi því að hann sé til og hafi verið sá sem hann sagðist vera og muni taka á móti mér þegar ég dey. Hann er besti vinur minn. Þess vegna þarf ég ekki að vera hræddur við neitt. Og Jesús hefur ekki brugðist mér enn.

Hvort tveggja getur ekki verið satt. Árið 2005 segist hann trúa á Jesú Krist. 2015 segir hann að það hafi verið honum fyrirmunað.

Wilhelm Emilsson, 18.2.2015 kl. 20:05

13 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Páll, lastu ekki greinina sem þú ert að kommentera á? Hann skýrir ferlið alveg ljómandi þar.

hann hefur sannfærst um að guð geti ekki verið til eftir ýtarlegri viðleytni til annars en flestir. 

Hvers vegna getur þú ekki unað honum þeirrar skoðunnar? Hvers vegna þessi heilaga vandlæting? 

Ég verð að segja að mér finnst þessi viðbrögð þín fullkomlega galin. Þú gerir þig að atlægi í hvert skipti sem þú stingur niður penna.

Hvarnog væri að sýna svolítið meiri sjalfstjórn? Þú gætir beðið guð þinn um hana væntanlega.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.2.2015 kl. 20:06

14 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jesú Kristur og Guð almáttugur eru kannski ekki skilgreinanlegir sem ein og sama boðunarsálin. Alla vega ekki samhliða og samtímis. Skiljanlega.

Jón Gnarr kann betur en margir aðrir, þá list að ganga rétt-trúnaðar-torfærugötu Jesú Krists, með sína sögufrægu auðmýkt, kærleika og æðruleysi.

Falsboða-svikarar Guðs almáttuga, alvalda og algóða, innan opinbera trúarbragðakerfisins, eru eiginlega komnir í öftustu lestina.

Öll trúarbrögð eru í raun svik og Guðlast.

Almættið kærleiksríka, algóða, alvitra og algóða er ávalt rétta valdið. Það almáttuga kærleiksafl verður aldrei "rétt"-trúarbragðaflokkað.

Nelson Mandela sagði við fangaverðina sem ætluðu að bjóða honum frelsi með eiginhagsmuna-freistingargulrótum, að þannig áframhaldandi þrælamismununarlíf utan fangelsismúra fyrir þrælana sem hann barðist fyrir, væri ekkert frelsi.

Hann vildi frekar sitja áfram í fangelsi, en að ganga að utanmúranna-valdníðinganna ójöfnunarfangelsi. Hann sagði réttilega að frelsi þræla væri engu betra utan múranna en innan þeirra.

Almættið algóða gefi öllum jarðarbúum kærleikans visku, kjark og vit, til að vinna einungis að frelsarans siðferðislegum og friðsamlegum tilverurétti hér á jörð.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.2.2015 kl. 22:25

15 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Jón Gnarr er snidugur. Hann eydir ekki fúlgum fjár í kosningabaráttu. Hann veit hvernig á ad "performa" svo eftir verdi tekid og virdist, ad thví er mér sýnist, takast thad býsna vel. Ad minnsta kosti vekja ummaeli hans, hver svo sem thau eru, mikil vidbrögd og skjálfta medal fólks. Er haegt ad fara fram á meira? Gott ef hann faer ekki greitt fyrir pistlana sína líka. Stórsnidugt hjá "eitthvad fyrir róna og ísbjörn í Húsdýragardinn" manninum. Menn og konur verda jú ad lifa á einhverju, ekki satt? 

Halldór Egill Guðnason, 18.2.2015 kl. 22:42

16 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jón Gnarr er líklega of heiðarleg og hrein sál, til að rótfastir og misjafnlega skoðana-niðurnjörvaðir "rétt"trúnaðarpostular geti skilið hann.

Það er bara gott mál.

Skoðanafrelsi er leyfilegt.

Þótt sumum finnist að það eigi að vera þögult og áhrifalaust skoðanafrelsi. Alla vega ef skoðanirnar eru ekki "réttra" flokkaklíku-skoðanir.

Gamla "rétt"-trúnaðaruppskriftin í samfélags-tilveruréttinum og klíkupólitíkinni er vonandi um það bil komin fram yfir síðasta söludag.

Vonandi svipað útrunnið á síðasta frétta-söludag, eins og EES-heilagra herlegheita-Haga-einokunin útrunna. Sem lætur ASÍ-forsetann gala eins og háværan hana EES/ESB-þrælasölu-markaðsuppboðshaldara, á gagnslausum, hundleiðinlegum og óþægilega tilfallandi verkalýðsbaráttu-áróðursfundunum Lífeyrissjóðs-rænandi og SA-ruplandi.

Þorsteinn Víglundsson er búinn að læra verkafólkssvíkjandi áróðurs-möntru SA-ASÍ-LÍÚ-vælukjóanna utanbókar.

Láglauna-verkafólkið og litlu heiðarlega skattgreiðandi einnar kennitölu fyrirtækin sem halda öllu gangandi, eru SA-áróðurs-sökuð um verðbólgu!

Kaupmáttur má alls ekki komast upp fyrir þrælalaunin ó-lífvænlegu, segja þessir kjánar!

Geðveiki valdaembætta-kerfisins sem stjórnar, er á svo alvarlegu siðblindustigi, að æðstu valdaembættismenn sjá ekkert athugavert við gömlu Seðlabankahótana-möntruna, hér á lífeyrissjóða/bankarænandi verðtryggingar-þrælaeyjunni Íslandi.

Jón Gnarr trúir á réttláta almættið óflokkaða, og það geri ég líka. Ég þori að fullyrða að hvorki ég né Jón Gnarr trúum á réttlæti þrælahalds og lífeyrisjóðsrána.

Guð almáttugur forði öllum frá að trúa blindandi á svikult og almættissvíkjandi flokkakerfið banka og lífeyrissjóða-hertakandi.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.2.2015 kl. 00:07

17 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það sem breytist var að Guð hætti að trúa á Gnarrinn.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 19.2.2015 kl. 01:39

18 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Trúmál eru áhugavert umræðuefni. En líklega best í hófi.

Páll Vilhjálmsson, 19.2.2015 kl. 10:10

19 Smámynd: Sólbjörg

Jón er og á eftir að spila á allar nótur kjósenda. Hann mun leika öll hlutverkin sem þarf til að komast til Bessastaða. Halldór Egill skrifar um þetta í sinni athugasemd. Jón veit að beittur húmor ásamt markvissu takmarki er valdatæki sem getur komið hverjum sem er hvert sem er. Síðar mun Jón slá á léttari strengi og kynna betur friðarboðskap sinn, allir menn jafnir og ég veit ekki hvað og hvað. Gott ef hann mun ekki komast að því að hann sjálfur sé ígildi Messías, alla vega besti vinur allra.    

Sólbjörg, 19.2.2015 kl. 16:58

20 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jón Gnarr hefur aldrei talað illa um nokkurn mann, aldrei óskað neinum vont, og aldrei haldið því fram á hrokafullann hátt að hann væri öðrum mönnum æðri. Hann er í raun birtingarmynd auðmýktar, friðar, og kærleiksmiðaðra lausna.

Og viðbrögð almennings á Íslandi við því sem Jón Gnarr segir og er, eru upplýsandi fyrir hrokann sem viðgengist hefur alla tíð í Íslensku flokkaveldis-klíkusamfélagi.

Vonandi dettur Jesú-Krists-sálinni ekki í hug að lenda fyrir slysni á Íslandi. Því það er greinilegt að svipað kærleiksríkt ljúfmennis-sálartetur og hann var víst, er einungis aðfinnsluefni útskúfunarglaðra og siðlausra hagfræði-viskustykkja Íslands Háskólavitringanna harðneskjulegu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.2.2015 kl. 03:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband