Forsetaframboð Jóns Gnarr í hættu

Guðsafneitun Jóns Gnarr, bæði afneitunin sjálf og typpa-líkingin sem henni fylgdi, setja forsetaframboðið í uppnám.

Trúin og kirkjan skipta sköpum í kosningum, eins og sást þegar þjóðkirkjuákvæðið var afgerandi staðfest í könnunarkosningum vegna misheppnuðu stjórnarskrárbreytinganna.

Búast má við að Jón Gnarr vendi kvæði sinu í kross og gerist trúmaður mikill enda flott innivinna á Bessastöðum í húfi.


mbl.is Prestar fara á límingum yfir Jóni Gnarr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Reputo

Afgerandi staðfest??! Það hlaut minnsta meirihlutann af öllu sem kosið var um og rétt skreið í 51% Þar á ofan er minnihluti þjóðarinnar kristinnar trúar þannig að ég held að hann sé frekar að tryggja sér embættið en hitt.

Reputo, 17.2.2015 kl. 20:44

2 Smámynd: Rafn Guðmundsson

þessar skoðanr jóns gnarrs styrkja hann bara í embættið - svo skipta trú og kirkja mjög litlu í kostningum. 

Rafn Guðmundsson, 17.2.2015 kl. 22:01

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það ætti ekki að koma neinum glöggum áhorfanda á óvart, að að því ræki, að öllum lýðnum vitraðist það, svo að ekki yrði framar efazt, að hyggindi og framtíðarsýn eru ekki sterkustu hliðarnar á þessum manni.

Hann er enginn spútnik lengur nema í hugum vantrúaðra.

Jón Valur Jensson, 17.2.2015 kl. 23:51

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ei deila ber við blindan mann,þótt blómin fótum troði hann. G G.

Helga Kristjánsdóttir, 18.2.2015 kl. 01:04

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vel valið spakmæli, Helga! -- eftir hvern, Guðmund Guðmundsson skólaskáld?

Jón Valur Jensson, 18.2.2015 kl. 01:18

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Að vísu þykir mér mjög vænt um normalblinda.

Jón Valur Jensson, 18.2.2015 kl. 01:19

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég man ekki hvers son,en tengdamamma,(móðir Steinars Sigurjónssonar skálds), mín fór með heilu ljóðabálkana utanbókar.Þessi er eftir Guðmund,man ekki föðurnafnið,en vildi ekki að skoðað væri sem mitt spakmæli.Nenni aldrei, eða snjórinn letur mig í bókasafn,til að leita að kvæðum,sem hún fór með reiprennandi,voru þó engin smásmíð.

Helga Kristjánsdóttir, 18.2.2015 kl. 01:54

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég kynntist Steinari svolítið, merkilegur náungi eins og stíll hans allur, en þekkti hins vegar föður hans, skipstjórann, Kristjánsson, mætavel, elskulegur karl, lúinn eftir langa vinnuævi, unnum saman.

Þetta gæti þá kannski verið að vestan, mig minnir að Guðm. Guðm., sem samdi kynstur, hafi verið úr Gufudal eða af Ströndum.

Kíkti núna í millitíðinni á gúgl* -- tók fyrri línuna þína og fekk þá út, að þetta heldur líkl. áfram svona:

og ei við hinn sem heyja ei má

þó hörpustreng sé leikið á.

Það hugljós þó ei hrífur neitt

sem heyrn og ..

og höfundurinn Þorskabítur, sem þá trúlega þessi á Gardur.is: 

Þorbjörn Bjarnason

29-08-1859

07-02-1933

Skáld í Pembina, N-Dakota. Kallaður Þorskabítur.

Jón Valur Jensson, 18.2.2015 kl. 03:49

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nei Jón Valur þetta er ekki eftir Þorstein Þorskabít,en ég heyrði samt mikið eftir hann. Minnir þetta heita "Ást í meinum".
Hún fór með það a skemmtikvöldi á Heilsuhælinu í Hveragerði og gerði mikla lukku.-Já elskulegar manneskjur. 

Helga Kristjánsdóttir, 18.2.2015 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband