Laugardagur, 14. febrúar 2015
Kaupþing er líkið - dómurinn sýnir hverjir báru ábyrgð
Kaupþing varð gjaldþrota sökum þess að bankinn var illa rekinn af áhættusæknum mönnum sem fannst ekkert tiltökumál að ljúga og blekkja. Al Thani málið er afmarkaður þáttur í hrunferli Kaupþings.
Kaupþingsmenn reyndu í aðdraganda hrunsins ýmsar kúnstir, t.d. að kaupa hollenska bankann NIBC en var vísað frá með tilheyrandi skaða á orðspori.
Kaupin á hollenska bankanum áttu að sýna Kaupþing sterkt á alþjóðavísu; sölufléttan með Al Thani var bragð til að fá Íslendinga að kaupa bréf í gjaldþrota banka.
Viðbrögð Kaupþingsmanna við dómi Hæstaréttar staðfesta það sem alþjóð er löngu ljóst: bankamennirnir íslensku eru jafn forhertir og þeir eru áhættusæknir. En það þýðir ekkert fyrir Kaupþingsmenn að þræta fyrir og þykjast kórdrengir. Líkið af bankanum öskrar á móti og krefst skýringa.
Réttarkerfið á Íslandi stóðst áraunina. Al Thani málið dregur þá til ábyrgðar, í afmörkuðum þætti, sem felldu Kaupþing með tilheyrandi tapi fyrir land og þjóð.
Hrunmálin í nýju ljósi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Takk fyrir pistilinn.
Hefurðu skoðun á því, Páll, hvenær fólki varð ljóst að bankinn „var illa rekinn af áhættusömum mönnum sem fannet ekkert tiltökumál að ljúga og blekkja"?
Wilhelm Emilsson, 15.2.2015 kl. 00:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.