19da eða 21sta öldin í túnfæti Hafnfirðinga

Á morgun kjósa Hafnfirðingar um það hvort þeir vilji hafa 19du aldar fabrikku í túnfætinum eða ekki. Álbræðsla ofaní íbúðabyggð er þriðja heims fyrirbæri sem ætti ekki að sjást í velmegunarsamfélagi eins og okkar, ekki frekar en opin holræsi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr Heyr. Alveg sammála. Ég trúi ekki að Gaflarar láti þetta yfir sig ganga.

Takk fyrir gott Blog. 

Olafur Sveinbjornsson fyrrum starfsmaður Álversins (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 00:35

2 Smámynd: Ólafur Als

Best að bæta þessu þá við:

Ég hvet Hafnfirdinga til þess að samþykkja hið nýja deiliskipulag og opna þar með fyrir möguleika á stækkun álvers.

Ólafur Als, 30.3.2007 kl. 06:58

3 identicon

Sæll Páll.

1. Um er að ræða álver ekki álbræðslu.

2. Þetta er snyrtilegur hátækni iðnaður, alls ekki handverk frá 19. öld.

3. Hvar eiga að vera?

a) bílaverkstæði?

b) malbikunarstöðvar?

c) fiskiðjuver?

d) steypustöðvar?

e) flugvellir?

f) hafnastarfsemi?

g) byggingarfyrirtæki?

h) húseiningaframleiðslufyrirtæki?

i) röragerðir, bæði steyptu - og önnur efni?

j) sláturhús?

k) kjötvinnslur?

l) matvælaframleiðslufyrirtæki?

m) bakarí?

n) trésmíðaverkstæði?

o) vélsmiðjur?

r) stálsmiðjur?

s) verksmiðjur?

t) gosdrykkjaframleiðslufyrirtæki?

u) bjórframleiðslufyrirtæki?

v) kassagerðir?

x) möl, sand og grjótvinnslur?

y) járnsmiðjur?

z) vöru- og sendibílastöðvar?

þ) kexverksmiðjur?

æ) kleinugerðir o.fl, o.fl., o.fl?

ö) og síðast en ekki síst, - niðurrifsmenn -?

Nútíma álver eru snyrtilegur hátækni vinnustaður, sem skapar mikil útflutningsverðmæti, hefur starfsfólk þar sem um 15-20% er með háskólamenntun, 35-40% með iðnmenntun og eða meistararéttindi í iðngreinum, restin með sérmenntun í starfi á vinnustaðnum, kaupir stöðugt og mikið magn orku af okkur í 30-40 ár, sem gerir okkur kleyft að eiga orkuframleiðslufyrirtækin skuldlaus að þeim tíma liðnum, skapar fjölmörg störf á vinnustað og einnig í þjónustufyrirtækjum, sem eru vel launuð og "föst í hendi" í a.m.k. 30/40 ár, er vinnustaður þar sem starfsmenn vilja upp til hópa lengst starfa á sama stað á Íslandi.

Vei þér hræsnarar.

Þeir sem þekkja til vita, að flest þau fyrirtæki í öðrum greinum, sem talin eru hér upp a) til ö) hér að ofan eru a.m.k. flest ef ekki öll, með óhreinni oog sóðalegri starfsemi en nútímalegt álver. Samt dettur fæstum hræsnaranna í hug sú heimska að kjósa starfsemi þessara "óhreinni barna hennar Evu" burt úr borgar, bæjar eða sveitarfélögum nútímans. 

Af hverju skyldi það nú vera? Hefur hræsni og/eða útlent eignarhald eða bara nafnið stóriðja með það að gera? Það veit ég ekki.

Væntanlega er það verðugt verkefni sálfræðinga til rannsóknar.

Bestu kveðjur.

Guðm. R. Ingvason

Guðm. R. Ingvason (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 09:20

4 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Af hverju ættli velmeigunarsamfélagið stafi? Ekki var velmeigunin

brösug fyrir 1975.

Leifur Þorsteinsson, 30.3.2007 kl. 10:24

5 identicon

Svona stærðar verksmiðja (með stærri álverum og mun stærra en álverið á Reyðarfirði) með tilheyrandi turnum og annari sjónmengun á einfaldlega ekki heima í þéttbýli og hvað þá á höfuðborgarsvæðinu. Lágreist iðnaðarhverfi er allt annar handleggur en RISA álbræðsla.

Ég er frekar hlynntur álverum en vildi frekar sjá nýtt álver rísa fyrir norðann við Húsavík. Það veitir ekki af atvinnu fyrir norðan og ég held að við höfuðborgarbúar höfum úr nægum tækifærum að moða.

Páll (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 10:47

6 identicon

 

Ég hef velt því fyrir mér að nefnt efnabrennsluhelvíti skilaði fjórum miljörðum í hagnað á sl. ári það eru miklir peningar en ekki meiri peningar þó stjórnendur Kaupþings innan við tíu fengu í hagnað af kaupréttarsamningum sínum. Hvað skilaði Landsvirkjun í hagnað?

Kristján Sig. Kristjánsson (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 12:22

7 identicon

Skelfilegt ef þetta verður samþykkt. Hafnfirðingar eru líka að kjósa um áframhaldandi þenslu og viðskiptahalla sem allir sjá að verður að fara að bremsa af. En margur verður af aurum api og er ég hræddur um að þetta verði samþykkt.

Siggi (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 12:49

8 identicon

Opin holræsi? Átt þú hér við Tjörnina í Reykjavík?

Róbert Trausti Árnason (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 13:14

9 identicon

Svo það sé skýrt þá herur álverið ekki færst neitt til og er því rangt að segja að það sé ofaní íbúðabyggð, íbúðabyggðin er komin ofan í álverið.

Hnikarr Antonsson (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 17:19

10 identicon

Þessi umræða nánast öll fer fram á frekar leiðinlegu nótum. Það eru allir hagsmuna aðilar með sitthvora töluna um hagnaðinn sem Hafnfirðingum  á að hlotnast. Ef að maður er á nei inu. eru jáararnir talandi um liggur við landráð og öfugt. Framsetning Alcan sjálfs eða talskonu þeirra í hótunar stíl. Hvenær  ætli landsins líður geti  rætt svona hluti án sleggjudóma og án endalausra fordóma.

 Ég hef fylgst með þessu máli síðast liðna tvo mánuði markvisst til að mynda mér skoðun á því. Mér finnst eins og þeir sem hafi viðskipti við Alcan í dag séu að hugsa um sinn skammtíma gróða ca næstu 20 ár og vilja þar af leiðandi stækka. Með hugsun til næstu 100 ára finnst mér það ekki rétt ákvörðun. Við höfum ekki rétt til þess að ganga svo á landið að lítið sem ekkert verði eftir handa þeim sem seinna koma.

Álver var lausn fyrir 40 árum þegar atvinnuleysi var hér á þessu svæði. Fólksflótti til Ástralíu í stórum stíl. Þessar að stæður eru ekki fyrir hendi í dag. Þeir sem hugsanlega fara að vinna við álver eftir stækkun eru nú þegar með vinnu og greiða sín gjöld, skatta og skyldur til Hafnarfjarðarbæjar eða annara byggða kjarna hér á suðvestur horninu.

Ég hvet fólk eindregið til að kynna sér þetta mál það eru síðustu forvöð fyrir þá sem hafa kosningarétt á morgun, ég hef hann ekki, það eru síðustu forvöð.  Kv Gs.

 Leyfum Alcan að endurnýja sinn tækjabúnað í og á því rými sem þeir hafa í dag, ég trúi því ekki að fyrirtæki sem er að hagnast um 4 milljarað á rekstri sínum hendi því frá sér.

Gs (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 17:49

11 Smámynd: Ólafur Als

Gs: Hvad meinarðu með að ganga svo á landið að ekkert verði eftir, eftir 100 ár? Vonandi hefur 2 mánaða yfirlega gefið þér betri yfirsýn en svo að það dugi þér að veifa svona frösum framan í fólk. Að vera á móti eru sjálfsögð réttindi og eðlileg en ef taka á þátt í alvarlegri umræðu er ekki verið að boða hluti án sleggjudóma og fordóma, eins og þú nefnir, með svona yfirlýsingum.

Ólafur Als, 30.3.2007 kl. 20:21

12 identicon

Ég gerði mér ferð í dag til að skoða "lágreista iðnaðar- og atvinnusvæðið" á Völlunum í Hafnarfirði. Drottinn minn dýri, sóðaskapurinn og óreiðan á öllu svæðinu meira og minna er skelfileg. Má ég þá biðja um snyrtilegt og huggulegt álver takk.

Gústaf Níelsson (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 21:28

13 identicon

Það er komið nóg af álverum á landinu kalda.  Ekki fleiri egg í þá körfu.  Óstjórnin er að taka enda.  Nú kemur að nýrri hugsun.  Minnimáttarkenndin hverfur og við tökum til hendi þar sem við getum gert góða hluti.  Styðjum Íslandshreyfinguna - lifandi land.  Þar ríkir ferskur blær og mikill kraftur.

Audur (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 00:48

14 Smámynd: Steinarr Kr.

NIMBY - Hvers á 3. heimurinn að gjalda.  Það er líka betra að knýja svona verksmiðjur með kolum. Er það ekki?

Steinarr Kr. , 31.3.2007 kl. 09:57

15 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Góóóðurr, og nú vitum við að þeir höfnuðu, sem flestir hljóta að fagna.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 31.3.2007 kl. 23:46

16 Smámynd: Björn Heiðdal

Það verður nú að benda Ólafi Áls og öllum hinum álvitunum á þá einföldu staðreynd að álverið í Straumsvík er búið að losa sig við flestar þjónustudeildir og störfum hefur fækkað.  Núna sjá einkaaðilar útí bæ um þessa þjónustu.  Þetta þýðar bara eitt til lengri tíma litið.  Ódýrir menntaðir Pólverjar.

Björn Heiðdal, 1.4.2007 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband