Fimmtudagur, 12. febrúar 2015
Femínistum ratast satt orð í munn
Barneignir eru ekki mannréttindi, ekki fremur en það eru mannréttindi að vera yfir 1,80 á hæð. Þeir sem eru í þeirri stöðu að geta ekki fætt barn eiga möguleika á ættleiðingum.
Staðgöngumæðrun felur í sér lán eða leigu á æxlunarfærum kvenna og það er ekki löggjafans að heimila slíkt.
Aldrei þessu vant eru femínistar með hárrétta greiningu á brýnu samfélagsmáli.
Barneignir ekki sjálfsögð mannréttindi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
En þér og feministum þykir í lagi að banna þetta!!
Hvað með frjást val? Er það ekki að "ráða yfir eiginlíkama" að ganga með barn fyrir aðra, af fúsum og frjálsum vilja? Ert þú þess umkominn að taka ákvarðanir fyrir aðra?
Hélt þú værir ekki forræðishyggjumaður.
Gunnar Th. Gunnarsson, 12.2.2015 kl. 12:34
Þá þarf líka þegar í stað að banna einstæðum konum að fara í sæðingu og ala upp börn á kostnað ríkisins eins og t.d. mbl. Hefur fjallað mikið um nýlega.
Það er nefnilega ekki "mannréttindi" heldur.
Hvumpinn, 12.2.2015 kl. 12:51
Og til að nota setningu úr ályktuninni: "Sæði karla er ekki leið að markmiðum annarra".
Hvumpinn, 12.2.2015 kl. 12:55
Gunnar, ég skrifaði að löggjafinn ætti ekki að heimila staðgöngumæðrun. Það er allt annað en að banna konum að fara þannig með líkama sinn sem þeim sýnist.
Páll Vilhjálmsson, 12.2.2015 kl. 15:43
Finnst satt best að segja hálf-undarlegt að mér sé bannað að gerast staðgöngumóðir fyrir pör eða einstaklinga.
Ég má fara í tæknisæðingu sem einstæðingur (og m.a. fá til þess gjafa-egg), og ala barnið upp ein án þess að feðra það, og mér er frjálst að verða ófrísk og gefa barnið upp til ættleiðingar. En ég má ekki fara í tæknisæðingu og ganga með barn og gefa það til líffræðilegra foreldra.
Ætti það ekki að vera undir mér komið að ganga með barn fyrir annað fólk, ef ég kysi að gera það?
Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 12.2.2015 kl. 16:31
Það getur enginn tekið mark á neinu sem kemur frá Femínistafélaginu
Aztec, 12.2.2015 kl. 18:38
Það virðist hafa farið eitthvað fyrir ofan garð og neðan hjá þeim að það hefur verið fullkomlega heimilt um áratugabil hér á landi að verða löglegt foreldri barns sem einhver annar hefur gengið með og fætt í heiminn, og öðlast þar með sömu réttindi og skyldur eins og kynforeldri.
Slíkt ferli kallast ættleiðing.
Það er ekki góð tillaga sem kemur fram í tilkynningu femínistafélagsins að gera eigi ættleiðingu auðveldari. Til ættleiðingarforeldra eru gerðar ríkar kröfur lögum samkvæmt og eru góðar ástæður fyrir því. Varhugavert væri að slaka á þeim kröfum, alveg óháð því hvort fólk vilji ættleiða sitt eigið barn sem önnur kona hefur gengið með, eða ættleiða óskylt barn.
Guðmundur Ásgeirsson, 13.2.2015 kl. 00:47
Takk Páll.
En mér hefur heyrst að femínistar vilji beinlínis banna þetta og því fannst mér undarlegt að sjá þig taka undir þeirra orð. En þú s.s. vilt ekki að löggjafinn sé að heimila þetta sérstaklega, ekki þeirra hlutverk.
Í Noregi (eða var það Svíþjóð?) segja þeir að ef eitthvað er ekki leyft sérstaklega, sé það bannað ;)
Gunnar Th. Gunnarsson, 13.2.2015 kl. 09:51
Ættleiðing er leyfð, að vissum skilyrðum uppfylltum.
Guðmundur Ásgeirsson, 13.2.2015 kl. 14:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.