Lýðræðið og Evrópusambandið er hvítt og svart

Öll stjórnarandstaðan á Ítalíu er á móti Evrópusambandinu og evrunni. Á Spáni er Podemos, systurflokkur gríska stjórnarflokksins Syriza, kominn í forystu og þar verða kosningar í nóvember í ár.

Stjórnmálaöfl sem draga til sín fylgi eru á móti Evrópusambandinu og evrunni sökum þess að lífskjör versna í jaðarríkjum ESB sem látin eru bera hitann og þugann af kostnaðinum við evru-samstarfið.

Almenningur styður til valda stjórnmálaflokka sem hafna efnahagsstefnu Evrópusambandins og gríska Syriza bandalagið er fyrirmynd. Elítan í Brussel má ekki til þess hugsa að Syriza heppnist að leiða Grikki út úr sjö ára kreppu, - hvort heldur innan eða utan evru-samstarfsins.

 


mbl.is Fyrsta árs nemi sem langar að gera hjartaaðgerð en kann það ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Tsipras hefur sagt skýrt og skorinort: "It´s clear from any point of view that the subject of Greece leaving the euro simply does not exist." 

Heimild: http://blogs.spectator.co.uk/coffeehouse/2015/01/greece-lightening-what-you-need-to-know-about-syrizas-victory/

Wilhelm Emilsson, 12.2.2015 kl. 07:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband