Vinstrimaður segir ESB verri en Sovétríkin

Fjármálaráðherra Grikka, Yanis Varoufakis, segir Evrópusambandið verri en Sovétríkin. Varoufakis situr í stjórn Syriza bandalag sem róttækir vinstriflokkar standa að

Eins og það sé ekki nóg þá líkir fjármálaráðherrann evru-svæðinu, sem er kjarni Evrópusambandsins, við spilaborg sem hrynji ef eitt ríki af 19 hverfur úr samstarfinu.

Til að bæta gráu ofan á svart er evru-svæðið að sigla inn í langt samdráttarskeið, jafnvel tvo áratugi

 

 


mbl.is Líkir evrunni við spilaborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skeggi Skaftason

Er Páll Vihjálmsson sammála þessum orðum Grikkjans?

Hvort myndi PV vilja eiga:

(a) 10.000 Evrur í reiðufé?  EÐA (b) 1.500.000 ISK ??

Með hvoru skyldi vera auðveldara að kaupa fyrir lítinn bíl eða bát í Grikklandi??

Skeggi Skaftason, 9.2.2015 kl. 13:46

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Af hverju ætti Pall að kaupa bíl með evrum þegar hann getur straujaða hann á Vísa.

Ragnhildur Kolka, 9.2.2015 kl. 14:26

3 Smámynd: Skeggi Skaftason

Og í hvaða gjaldmiðli skyldi bílaframleiðandinn vilja fá greitt, sendir Arion banmki Páls krónur út??

Skeggi Skaftason, 9.2.2015 kl. 14:45

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er í sjálfu sér ekki vandamál að skipta Íslenskum krónum erlendis, þó að ég ætli ekki að fullyrða um hvernig "höndlararnir" myndu taka á ef þú vildir skipta ISK 1.500.000.

En á flestum stöðum sem ég hef komið í Evrópu nýlega, þá taka gjaldeyrismiðlarar við Íslenskum krónum.

Ég reikna þó ekki með því að bíla eða bátaumboð í Grikklandi geri það.

En Íslenska krónan er víða velkomin, ekki síður í Eurolöndum, en annars staðar.

G. Tómas Gunnarsson, 9.2.2015 kl. 15:52

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

 Furðulegt að sami flokkur í Grikklandi hefur lýst því yfir að þeir vilji vera áfram í ESB og með Evru? Spurning hvort að þeir ættu ekki að skoða að ganga út ESB samstarfinu og taka upp samstarf við Rússa og taka upp rúblu! Vonum að svartsýn Páls varðandi hag Evrusvæðisins sé ekki ekki rétt því það ætti þá eftir að smitast til okkar!

Magnús Helgi Björgvinsson, 9.2.2015 kl. 17:39

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

 Málið er að aðalráðherrar í nýju stjórninni eru þegar, eftir örfáa daga, orðnir umtalsvert umdeildir.

Varoufakis er þó ekki verstur og hann er að mörgu leiti skondinn karaker og sumt sem hann er að spekúlera í er ekki algalið.  Hann er ekki beinlínis í flokknum en mjög handgenginn Tsipras, að því talið er.

Það er engu líkara en þeir Syriza bræður hafi verið illa undirbúnir fyrir valdatöku.  Það er td. eins og þeir hafi ekki áttað sig á að það yrði allavega fyrst í stað nánast bein útsending frá þeim, þ.e. að allt sem þeir segðu yrði pikkað upp o.s.frv.

Varoufakis sagði td. fyrir nokkrum dögum, að hann væri um það bil 65% sammála Trojku. (En Trojka er kallaður samstarfssamningur IMF/ESB/Grikklands og slagorð Syrszia fyrir kosningar var eitthvað á þá leið:  Kill the trojka,)

Þessi ummæli voru strax pikkuð upp allt kerfið fór af stað við að hafna þessum ummælum Varoufakis.  Syrzia væri enn 100% á móti Trojku.

Þetta virðist vera að breytast í farsa og skynsamlegast væri að ákveða aðrar kosningar núna með vorinu.

Það sínir vel taktleysi nýju Grikkjastjórnar að fara að tala um Rússland núna og samvinnu þar að.  Já, það var einmitt rétti tíminn!

Þetta tengist líka Nató.  Sumir innan Syrzia hafa viljað fara úr Nato.

Samstarfsflokkur Syrzia, þjóðrembingsflokkurinn grískir sjallar, - að sá flokkur er líka mjög mikill rússaflokkur og tengist það líka  rétttrúnaðarkirkjunni og tengslunum þann vegin.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.2.2015 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband