Evrópa í neyð; Bandaríkin stjórna ferðinni

Angela Merkel kanslari Þýskalands er í Washington að biðja Obama forseta að senda ekki vopn til Úkraínu. Merkel er sannfærð um að aukinn vígbúnaður muni aðeins auka ófriðinn milli uppreisnarmanna, sem Rússar styðja, og stjórnarinnar í Kiev er nýtur stuðnings Evrópusambandsins og Bandaríkjanna.

Breið samstaða er um það á Bandaríkjaþingi að vopnasendingar til Úkraínuhers muni fæla Rússa frá frekari stuðningi við uppreisnarmenn. Þeir sem þekkja betur til, t.d. Merkel sem talar rússnesku og er kunnug þankagangi stjórnarinnar í Moskvu, þykjast vita að Rússar munu ekki gefa eftir í átökunum um Úkraínu enda öryggishagsmunir þar í veði.

Bandarísk vopn skiptu sköpum í Evrópu í fyrri og seinni heimsstyrjöld. Núna gætu þau hrundið af stað stórstyrjöld á austurlandamærum Evrópusambandsins.


mbl.is Hittast í Minsk á miðvikudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband