Föstudagur, 6. febrúar 2015
Ófriðurinn í Evrópu magnast
Rússar gætu herjað á Eystrasaltslöndin til að kanna þolmmörk Vestur-Evrópu, segir fyrrverandi framkvæmdastjóri Nato, Anders Fogh Rasmussen. Rússar telja sig umkringda ESB og Nato og ætla ekki að gefa tommu eftir í Úkraínu enda er þar barist um stórt ríki á mörkum áhrifasvæða Evrópusambandsins og Rússlands.
Innanríkismál Evrópusambandsins veikja samstöðuna gegn Rússum. Nýir valdhafar í Grikklandi gefa til kynna að þeir muni leggjast á sveif með Rússum fái Grikkir ekki stórfelldan afslátt af skuldum sínum. Forseti Úkraínu nánast grátbiður Grikki að sýna ESB samstöðu.
Úkraína er ónýtt ríki þar sem spilling tröllríður samfélaginu og djúp gjá er staðfest milli vesturhluta landsins, sem hallar sér að ESB, og austurhluta sem hneigist til Rússa.
Ófriður á landamærum Evrópusambandsins og deilur milli evru-ríkja eru upphaf að endurskilgreiningu á valdahlutföllum í álfunni. Slíkar endurskilgreiningar kalla oftar en ekki á stríð.
Reyna að fá Pútín til að skrifa undir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.