Föstudagur, 6. febrúar 2015
Neyðarástand í Danmörku vegna evru
Danskir stýrivextir eru mínus 0,75 prósent, nýjasta lækkunin er sú fjórða á 18 dögum. Þetta þýðir að danski seðlabankinn tekur refsivexti af þeim sem geyma peninga hjá bankanum.
Danska krónan er fasttengd evrunni en gengi hennar fellur dag frá degi vegna áforma Seðlabanka Evrópu að prenta peninga til að forða efnahagskerfinu frá verðhjöðnun. Verðfall evru leiðir til stórfelldra innkaupa á dönskum krónum sem þrýstir gengi krónunnar upp á við.
Danskir refsivextir eiga að hamla á móti styrkingu dönsku krónunnar enda gæti sterk króna orðið útflutningi Dana erfið. Danski seðlabankinn kaupir ógrynni gjaldeyris til að vega upp á móti krónukaupum fjárfesta sem veðja á styrkingu krónunnar.
Allar líkur eru á að eins fari fyrir Danmörku og Sviss sem var í sömu sporum fyrir nokkrum vikum og varð að hætta við fasttengingu svissneska frankans við evruna. Svissneski seðlabankinn tapaði ótöldum milljörðum í tilraunum að vinna gegn hörmungaráhrifum evrunnar.
Vextirnir lækkaðir í fjórða sinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.