Miðvikudagur, 4. febrúar 2015
Hótel mamma og pabbi banki
Ungt fólk dvelur lengur heima hjá sér, á hótel mömmu; þegar það kaupir sína fyrstu íbúð leggja foreldrar út hluta útborgunarinnar.
Að sumu leyti er þetta rökrétt. Ungt fólk tekur sér lengri tíma að fullorðnast, það er unglingar fram undir þrítugt, og foreldrar þeirra eiga oft og á tíðum rúmgóðar fasteignir. Þá umbunar launakerfið reynslu og menntun, sem þýðir að þeir eldri eru í betri þénustu en þeir yngri.
Þegar stjórnmálamenn segjast ætla að grípa í taumana á húsnæðismarkaðnum er rétt að staldra við og spyrja hvort við færum þá ekki úr öskunni í eldinn.
Nauðsynlegt að breyta um stefnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.