Illugi til formennsku í Samfylkingu, Helgi hræddur

Illugi Jökulsson kannar stuðning við formannsframboð í Samfylkingunni en sitjandi formaður, Árni Páll Árnason, þykir ekki gera sig. Egill Helgason og Gunnar Smári Egilsson eru áhugasamir um framboð Illuga sem kynnti hugmyndina með færslu á fésinu.

Fésbókarsíða er komin í loftið til að kanna stuðning við framboðið. Þar segir

Þegar Illugi hefur látið undan þrýstingi fjöldans munu hér birtast hvatning hans {til] Samfylkingarfólks og stefnan út úr ógöngum flokks og þjóðar.

Þingmenn Samfylkingarinnar eru í erfiðri stöðu enda stendur flokkurinn illa og líklegt að þingsætum fækki í næstu kosningum. Helgi Hjörvar er þegar farinn að bera í víurnar í óstofnaðan hægriflokk Benedikt Jóhannessonar.

Samfylkingin er þreyttur flokkur enda endurnýjaðist þingmannaliðið ekkert í síðustu kosningum sem skiluðu flokknum 12,9 prósent fylgi.

Illugi Jökulsson er duglegur að smala fólki á Austurvöll til að mótmæla hinu og þessu og gæti þótt heppilegur í fylgissmölun ógæfusama aldamótaflokksins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Jónsson

Nú þykir mér tíra á tíkarrófunni.  Textinn, sem vitnað er í að ofan, ber með sér, að verið sé að boða komu Messíasar. 

Bjarni Jónsson, 3.2.2015 kl. 20:56

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Alveg er það svo eftir öðru að Gunnar Smári Egilwsson formaður hinns Norska Fylkisflokks skuli ætla að ráða því hver verði settur yfir þessa fylkis hjörð Samfylkingarinnar. Það væri reyndar mátulegt á Samfylkinguna að hafna lýðskrumaranum Árna Páli fyrir hinn eitraða mannorðsmeyðandi Illuga Jökulsson sem má ekkert aumt sjá öðru vísi en hæða það og spotta þar til undan svíður ! Rótartunga hans og illmælgi á sér fá fordæmi. Það væri enn frekar til þess að minnka traust fólks á stjórnmálunum ef þeir gleptust til þess að fá þetta illfygli Illuga Jökulsson sem forystumann Samfylkingarinnar ! Þá mætti segja að óhamingju og ógæfu íslenskra jafnaðarmanna yrði allt að vopni !

Gunnlaugur I., 3.2.2015 kl. 23:44

3 Smámynd: Snorri Hansson

Atlaga þessara manna að sjálfstæði þjóðarinnar er hrein og ómeinguð.

Bjartsýni gagnvart framtíð þjóðarinnar er í þeirra augum klárlega augnsjúkdómur.   

Snorri Hansson, 4.2.2015 kl. 03:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband