Þriðjudagur, 3. febrúar 2015
Helgi Hjörvar óskar inngöngu í Viðreisn
Helgi Hjörvar þingmaður Samfylkingar óskar sér nýs hægriflokks til að berjast fyrir ESB-aðild Íslands. Skilaboð Helga eru að Samfylkingin (12,9%) klúðraði málinu og nú sé komið að hægriflokki að reyna sig.
Helga liggur svo á að hann er tilbúinn stofna þingflokk ESB-sinna þótt enginn sé enn stjórnmálaflokkurinn enda Benedikt Jóhannesson ekki búinn að stofa Viðreisn þótt lógóið sé komið.
Þrjá þingmenn þarf í þingflokk, eins og Helgi veit. Útspilinu er beint að Ragnheiði Ríkharðsdóttur og Vilhjálmi Bjarnasyni þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem gera reglulega ESB-gælur.
Alþjóðasinnaðir hægrimenn heimilislausir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.