Þríeykið dautt á 45 sek.; Pútín gæti fengið neitunarvald í Brussel

Yanis Varoufakis fjármálaráðherra Grikkja drap þríeykið (Alþjóða gjaldeyrissjóðinn, Evrópska Seðlabankann og ESB) sem stjórnar leiðangri Grikkja til sjálfshjálpar úr efnahagshruni. Drápið náðist á ræmu og tók ekki nema 45 sekúndur.

Leiftursókn fjármálaráðherra Grikkja, ásamt Tsipras forsætisráðeherra, skorar stórt í umræðunni. Félagarnir er búnir að króa af Angelu Merkel kanslara sem neitar Grikkjum afskrift af lánum sem þeir geta ekki borgað. Í Telegraph segir að Merkel verði að gefa eftir.

Münchau í Spiegel gengur enn lengra og segir ef Merkel hrindi Grikkjum í faðm Rússa þá verði Pútin kominn með neitunarvald í Evrópusambandinu enda væru landsmenn Sókratesar þá orðnir að strengjabrúðum trúbræðra sinna í austri.

Öll Evrópa er í uppnámi vegna þess að tíu milljón manna þjóð tekur evruna í gíslingu. Sannarlega er það rétt að evran er pólitískt verkfæri - að því er virðist til sjálfstortímingar Evrópusambandsins.


mbl.is Vill samkomulag fyrir lok maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband