Mánudagur, 2. febrúar 2015
Promens reynir fjárkúgun, fær stuðning Samfylkingar
Promens vildi niðurgreiddan gjaldeyri til að fjárfesta erlendis en fékk ekki og hótar nú að flytja höfuðstöðvarnar úr landi.
Á mannamáli heitir þetta fjárkúgun.
Ekki kemur á óvart að Samfylkingin styðji Promens.
Vildi gjaldeyri á afslætti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hótar? Fyrirtækið hefur þegar ákveðið að flytja höfðustöðvarnar úr landi. Forstjórinn er hættur störfum.
Þorsteinn Siglaugsson, 2.2.2015 kl. 15:44
Það er bara ágætt,hér eiga að starfa fyrirtæki sem una hag sínum vel,en reyna ekki svona kúnstir.
Helga Kristjánsdóttir, 2.2.2015 kl. 15:59
Þetta eru nú meiri fréttaskýringarnar. Því miður Helga, fyrirtæki sem framleiða fyrir erlenda markaði og fjárfesta í útlöndum geta ekki verið á Íslandi enda búa þau sig flest undir að fara.
Jón Ingi Cæsarsson, 2.2.2015 kl. 17:06
Þorsteinn, þú "gleymir" því að það var búið að selja fyrirtækið til erlendra aðila og því voru líkurnar á að það færi úr landi yfirgnæfandi.
Jóhann Elíasson, 2.2.2015 kl. 17:06
Fyrirtækið var selt vegna þess að það var ekki hægt að fjármagna það hér vegna gjaldeyrishafta. Flutningurinn úr landi kemur í kjölfarið. Orsök hans eru höftin.
Þorsteinn Siglaugsson, 2.2.2015 kl. 17:36
Annað hef ég nú heyrt, Þorsteinn. Ert þú alveg viss um að þínar heimildir séu 100%????
Jóhann Elíasson, 2.2.2015 kl. 18:22
ææ - því miður trúi ég SDG ekki. skrítið
Rafn Guðmundsson, 2.2.2015 kl. 19:10
Rafn, hún ríður ekki við einteyming vitleysan sem gusast út úr þér frekar en fyrri daginn. Þetta hefur ekkert með það að gera hvað SDG segir eða segir ekki - heldur blákaldar staðreyndir. En auðvitað er ekki hægt að ætlast til að þú skiljir það.........
Jóhann Elíasson, 2.2.2015 kl. 19:39
Já Jón Ingi skil,en maður má vera soldið abbó!
Helga Kristjánsdóttir, 2.2.2015 kl. 21:49
jóhann - þegar þú losnar við pirringinn þá gætir þú kannski sagt okkur hverjar þessar blákaldar staðreyndir eru
Rafn Guðmundsson, 2.2.2015 kl. 22:55
Enginn pirringur hér nema ég er svolítið hissa á hvað þú ert utangátta og illa að þér Rafn. Ég er búinn að átta mig á því að þér er ekki viðbjargandi í vitleysunni og ég ætla mér ekki að taka að mér það vonlausa verk að reyna að fræða þig nokkuð. Það væri eins og að standa upp og detta strax aftur....
Jóhann Elíasson, 2.2.2015 kl. 23:08
þannig að þú ert bara að bulla (eins og oft áður) jóhann. svo sem ekkert óvænt.
Rafn Guðmundsson, 3.2.2015 kl. 01:15
Margur heldur mig sig, Rafn. Þú þroskast ekki með aldrinum eins flestir aðrir gera..............
Jóhann Elíasson, 3.2.2015 kl. 01:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.