Grikkland og Kýpur án evru í faðm Rússa

Alexi Tsipras forsætisráðherra Grikkja heimsótti starfsbróður sinn á Kýpur, sem er álíka gjaldþrota og Grikkland, gagngert til að auglýsa að sameiginlegt brotthvarf þeirra beggja úr evru-svæðinu myndi setja Suðaustur-Evrópu í uppnám.

Til að ekkert færi á milli mála sagði Tsipras að Grikkir og Kýpverjar gætu miðlað málum milli Evrópusambandsins og Rússlands vegna Úkraínu-deilunnar. Undirliggjandi hótun er að Rússum verði hjálpað að opna nýja víglínu í Suðaustur-Evrópu í gegnum Grikkland/Kýpur ef ESB lætur ekki undan kröfum Grikkja um stórfelldar afskriftir af skuldum.

Bæði Tsipras og fjármálaráðherra hans, Yanis Varoufakis, eru sagðir plotta á mörgum hæðum. Þeir ýmist hóta eða lofa, biðjast vægðar eða hnykla vöðvana í valdaskaki. Vandinn við slík plott, eins og gamlir Alþýðubandalagsmenn vita, er að halda þræði milli hæða. Ef þráðurinn slitnar fer illa fyrir Tsipras og Grikkjum.


mbl.is Obama stendur með Grikkjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Tengslin við Rússland eru mjög sterk hja Grikkjum og Kýpverjum, sem margir hverjir hafa sótt menntun sína þangað. það þarf því enginn að verða hissa þótt þeir horfi nú í austurátt þegar ESB sendir þeim fingurinn.

Ragnhildur Kolka, 2.2.2015 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband