Mánudagur, 2. febrúar 2015
Lífeyrissjóðirnir og sósíalistaríkið Ísland
Hávaðinn í húsnæðisumræðunni er skipulagður í tengslum við lausa kjarasamninga. Ætlunin er að mjólka ríkið í þágu verktaka annars vegar og hins vegar kaupenda.
Í ljósi þess að lífeyrissjóðirnir eru þegar á fasteignamarkaði, í gegnum ýmsa vaxtasjóði, og hafa þar með stuðlað að fasteignabólu, er eðlilegast að þeir komi sjálfir að átaki í húsnæðismálum.
Meginþungi krafna verkalýðshreyfingarinnar beinist ekki að viðsemjendum, Samtökum atvinnulífsins, heldur að ríkissjóði. Þetta segir forseti ASÍ
Hann segir það vera fyrst og fremst í höndum ríkisstjórnarinnar að búa svo um hnútana að þjóðarsátt gæti skapast. Gylfi nefnir í því sambandi skattkerfið, velferðarkerfið, bæði húsnæðismál og heilbrigðismál, og eins menntakerfið.
Samkvæmt orðum forseta ASÍ er Ísland orðið að sósíalistaríki þar sem ríkisvaldið skipar fyrir um kaup og kjör á vinnumarkaði. Næsta skrefið er áætlunarbúskapur með fimm ára áætlunum.
Allt á eftir að loga hérna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sem betur fer hefur Gylfa ekki verið hleypt að samningsborðinu, fyrir hönd launþega. ASÍ hefur ekki fengið samningsumboðið og fær það vonandi ekki meðan Gylfi er þar allsráðandi.
Hvað hann er að gapa í fjölmiðla veit ég ekki, alla vega kemur hann ekki fram þar sem fulltrúi launþega.
Hitt vita allir að hann hefur gjarnan nýtt sér stöðu sína til hjálpar ákveðnum stjórnmálaflokk og má lesa úr orðum hanns að svo sé nú.
Kjarasamningar eiga að vera á milli atvinnurekenda og launþega. Ríkið á ekkert erindi að því borði nema í neyð og þá þegar allt annað hefur verið reynt. Því miður virðist Þorsteinn Víglundsson vera á sömu línu og Gylfi, hvað þetta varðar.
Gunnar Heiðarsson, 2.2.2015 kl. 08:57
Hér er farið 50 ára villt. Bjarni Ben eldri "hleypti að samningaborðinu 1964 og 1965" manni að nafni Eðvarð Sigurðsson, með svokölluðu júnísamkomulagi. Það snerist um húsnæðismál þess tíma og hefur eftir á verið nefnt sem dæmi um stjórnvisku þessara manna.
Nú sýnist mér slíku hins vegar hallmælt mjög.
Ómar Ragnarsson, 2.2.2015 kl. 11:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.